Skip to main content

Hér fást vörurnar okkar.

Eftir Uncategorized @is
Í eftirtöldum búðum getið þið fengið grillvörurnar frá Fjallalambi ásamt öðrum vörum frá okkur. Fjallabitinn fæst ekki í Hagkaup en í öllum öðrum búðum hér fyrir neðan. Samkaup Nóatúni Austurveri. Fjarðarkaup Melabúðinni Hagkaup Hlíðarkjör Sauðárkróki. Rangá Skipasundi Verslun Einars Óla Akranesi. Skerjakolla Kópaskeri Verslunin Ásbyrgi
Nánar

Veljum Íslenskt.

Eftir Uncategorized @is
Nú standa framleiðendur og neytendur og í raun öll íslenska þjóðin frammi fyrir heilmikilli ógn sem er innflutningur á kjöti til Íslands. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja okkar innlendu framleiðslu og verja einnig matvælaöryggi Íslands. Stöndum nú saman og styðjum við Íslenska framleiðslu með því að kaupa Íslenskt. Við hjá Fjallalambi getum verið stolt af því að vinna eingöngu hráefni af hreinu svæði og eingöngu hráefni úr Íslenskum afurðum. Norður Þingeyskar Náttúruafurðir Kveðja Björn Víkingur    
Nánar

Grillkjötið frá Fjallalambi.

Eftir Uncategorized @is
Nú er grillkjötið frá Fjallalambi komið í allar búðir. Talsvert meiri dreyfing er á grillkjötinu okkar þetta sumarið. Í eftirtöldum búðum getið þið fengið grillkjöt frá Fjallalambi. Samkaup Nóatúni Austurveri. Fjarðarkaup Melabúðinni Hagkaup Hlíðarkjör Sauðárkróki. Rangá Skipasundi Verslun Einars Óla Akranesi. Skerjakolla Kópaskeri Verslunin Ásbyrgi .  
Nánar

9893

Eftir Upprunamerkingar
9893 Hámundarstaðir 2 Vopnafirði. Ábúendur: Hafdís Bára Óskarsdóttir og Jón Þór Dagbjartsson Hafdís og Jón fluttust í Hámundarstaði árið 2017. Ábúendur fram til ársins 2007 voru þau Ingileif og Guðni sem fluttust þá á Vopnafjörð. Silvia og Edze bjuggu síðan á jörðinni til 2015. Hámundarstaðir teljast innsti bær á Vopnafjarðarströnd. Jörðin er all stór. Þurrir bakkar eru meðfram sjónum og þar upp af hallalitlar mýrar, en nær fjallinu hallamýrar og mólendi upp á heiðarbrún. Í heiðinni er gróðurfar fjölbreytt, melar og holt,flóar,harðvelli og mólendi á víxl, allt fremur vel gróið. Vötn eru þar all nokkur. Fuglabjarganes skagar í sjó fram…
Nánar

Beinasala og úrgangur frá Fjallalambi.

Eftir Uncategorized @is
Nú hefur Fjallalamb hafið útflutning á beinum til Danmerkur. Við höfum ekki flutt út bein áður en aðrir sláturleyfishafar hafa gert það í einhvern tíma. Þessi bein fara að mestu leyti í gæludýrafóður. Nú liggur fyrir að við munum hefja flokkun á úrgangi frá okkur í sumar. Við höfum í mörg ár flokkað pappa en reiknum með því að stíga skrefið til fulls og flokka allt lífrænt og plast á þessu ári. Vonandi í sumar. Kveðja Björn Víkingur.  
Nánar

Sláturfjáráætlun seinni umferð.

Eftir Uncategorized @is
Sælir bændur Hér er áætlun seinni umferðar. Munið að ég tek ekki við fullorðnum hrútum eftir mánaðarmót september-október. Reikna með að byrjað verði  að slátra fullorðnum ám 11-12.október.  Við munum hringja í ykkur þegar fer að líða á þá viku til að fá loka tölur. Mjög mikilvægt er að þið séuð tilbúnir með loka tölur í vikunni. 8-12 október.  Vona að við náum að klára sláturtíð miðvikudaginn 17 eða í síðasta lagi um hádegi þann 18 okt. Kveðja Víkingur  
Nánar