Skip to main content

Brúarland 2  Þistilfirði.

Ábúendur: Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson.

Bændur á Brúarlandi eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Núverandi bændur hófu búskap 2012.
Árið 1945 byggðu Jónas Aðalsteinsson frá Hvammi og k.h. Anna G. Jóhannesdóttir frá
Gunnarsstöðum nýbýlið Brúarland í Gunnarsstaðalandi og fengu 7⁄24 hluta af landi og
hlunnindum allrar jarðarinnar. Bæjar- og útihús standa á melbrún, örstutt
frá þjóðvegi vestan Hafralónsár, nærri brúnni. Suður og niður af bænum er slétt
valllendisnes við ána, nefnt Eyja; var áður engi, nú grasgefið tún.
Lækur rennur eftir dálitlu dragi eða dalverpi sunnan við bæinn í ána norðan
við Eyjuna; heitir þar Merkidalur. Sunnan við lækinn heitir Búðarhöfði vestan við
Eyjuna.
Dómsneshólmi er austan Hafralónsár gegnt bænum. Mörg rök hníga að því að
Eyjan hafi áður heitið Dómsnes. Örnefni eins og Búðarhöfði og Búðarhólmi skammt
sunnan við höfðann benda til þess að búðir hafi verið á þessum slóðum til forna endabruarland
merki um gamlar tættur uppi við höfðann þar sem áin er sífellt að brjóta af árbakkanum.
Höfðinn og Eyjan fylgdu áður Hvammslandi en um 1930 fengu Gunnarsstaðabændur
þessa landspildu og létu í staðinn eyðibýlið Hávarðsstaði í Hvammsheiði.
Norður af bænum eru þurrir lyngmóar en í vesturátt skiptast á móar og mýrardrög.
Veiðiréttur í Hafralónsá. Árið 1982 byggir Rarik aðveitustöð á
Búðarhöfða í landi Brúarlands. Árið 2012 kaupa núverandi ábúendur jörðina.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn (þarf)

    Netfang (þarf)

    Skilaboð