Skip to main content

Kollavík Þistilfirði

Ábúendur: Jakobína Björg Ketilsdóttir og Hreinn Geirsson.

Bændur í Kollavík eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Hreinn og Jakobína hafa stundað búskap í Kollavík síðan 1988.
Kolli nam land í Kollavík. Bærinn stendur sunnan undir allhárri hlíð Lokans, vestan
við Kollavíkurvatn sem fljótt á litið virðist vík eða fjarðarbotn. En milli vatns
og sjávar er lágur malarkambur. Þjóðvegur liggur meðfram túni, stutt frá bænum. Við
túnfótinn er sléttur og flatur flói niður að leirum við vatnið. Fyrir allmörgum árum
var veitt vatni yfir flóann og fékkst þannig vélfært engi. Náði þetta að græða nokkuð
upp af leirunum. Austur með Kollavíkurvatninu að norðan eru ágætir hagar, sérstaklega
skjólsamt og vorgott, en talið er að snjóalög falli þar stundum illa. Vestur af
bænum er ásaland og heiðar þegar fjær dregur.
Kollavík á land vestur að Ormarsá, að Krossavíkurlandi að norðan en að sunnan
ræður Kollavíkurá vestur um Kjarnagil. Víðsýni er ekki mikið af hlaði í Kollavík en
hlýlegt á vordegi að líta yfir tún og engi, tíbrá yfir leirunni og í fjarska Langanesfjöll.bogga1
Hlunnindi eru af silungsveiði í vatninu, veiðiréttindi í Ormarsá og trjáreki er á
kollavikfjörur.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message