Skip to main content

Bjarnastaðir Öxarfirði.

Ábúendur: Elín Maríusdóttir og Halldór Svanur Olgeirsson.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Bændur á Bjarnastöðum eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Halldór og Elín hafa stundað búskap á Bjarnastöðum síðan 1981.
Í norðaustri frá Austaralandi við litla bergvatnsá standa Bjarnastaðir. Tiltölulega
lágir, kjarri vaxnir ásar mynda dalverpi það sem bærinn stendur í og er útsýni fremur
takmarkað. Á tímabili herjaði sandfok frá Hólssandi mjög á land jarðarinnar en með
girðingu, friðun og áburðargjöf tókst að hefta frekara sandfok og græða mikið upp
af því sem orðið var örfoka. Ræktunarland er ágætt og sauðfjárhagar góðir.
Eins og sést á ábúendatali Bjarnastaða þá var ekki setið á jörðinni frá 1911 til 1956.
Allan þann tíma var hún í eigu Austaralandsbænda og nytjuð af þeim til heyöflunar
og beitar. Fjárhús stóðu þar og voru notuð á vetrum.dori1
Seinni ár hefur verið veruleg ræktun á melum og úthaga.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message