Skip to main content

9893

Hámundarstaðir 2 Vopnafirði.

Ábúendur: Hafdís Bára Óskarsdóttir og Jón Þór Dagbjartsson

Hafdís og Jón fluttust í Hámundarstaði árið 2017.

Ábúendur fram til ársins 2007 voru þau Ingileif og Guðni sem fluttust þá á Vopnafjörð. Silvia og Edze bjuggu síðan á jörðinni til 2015.

Hámundarstaðir teljast innsti bær á Vopnafjarðarströnd. Jörðin er all stór. Þurrir bakkar eru meðfram sjónum og þar upp af hallalitlar mýrar, en nær fjallinu hallamýrar og mólendi upp á heiðarbrún. Í heiðinni er gróðurfar fjölbreytt, melar og holt,flóar,harðvelli og mólendi á víxl, allt fremur vel gróið. Vötn eru þar all nokkur. Fuglabjarganes skagar í sjó fram út og niður af bæjunum, vel gróið með sjávarklettum og klapparfjörum og auðugu fuglalífi. Það er á náttúruminjaskrá. Hlunnindi eru trjáreki,æðarvarp í hólma í Selá, malarnám og fyrrum mótekja. Hin þekkta laxveiðiá Selá fellur til sjávar í landi Hámundarstaða og fylgir því veiðiréttur í henni og áður réttur til laxveiða í sjó.

Löngum var tvíbýli á Hámudarstöðum og stundum þríbýli. Var þá skipt í Hámundarstaði 1,2 og 3. En það sem var áður Hámundarstaðir  tilheyrir nú Hámundarstöðum 1. Á síðasta áratug síðustu aldar setti Vopnafjarðarhreppur upp skíðalyftu á Bæjaröxl í landi Hámundarstaða og byggt var lítið aðstöðuhús við lyftuna.

Á Hámundarstöðum eru í dag 92 kindur með gemlingum, 6 hrútar og einn sauður. Af því eru 2 forystu kindur, einn forystu hrútur og forystu sauður.

Einnig stunda þau Hafdís og Jón hrossarækt sem telur um  20 hross í ræktun.

Hér getið þið skoða facebook síðu ábúenda. Smellið hér

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message