Skip to main content

Þverá Öxarfirði.

Ábúendur: Benedikt Kristjánsson og Erla Ingólfsdóttir.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Bændur á Þverá eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Erla og Benedikt hafa stundað búskap á Þverá síðan 1982.
Ekki langt austan þjóðvegar á suðurbrún Þverárdals standa hús jarðarinnar og þar
suður af eru tún jarðarinnar samfelld. Eftir Þverárdalnum rennur lítil bergvatnsá.
Við hana var byggð heimilisrafstöð til allra nota fyrir heimilið. Frá uppsprettu
efst í Þverárdal er tekið neysluvatn með samveitu fleiri bæja.
Allt landið innan fjallahringsins heitir einu nafni Hringur og er að meginhluta til í
Þverárlandi, að sunnan í vörðu á Vörðuhól, rétt norðan vegar yfir Öxarfjarðarheiði.
Einnig á Þverá töluvert afréttarland sem nær að hreppamörkum á Hraunhorni
skammt suðvestur af sæluhúsinu. Þverá á líka land neðan Brunnár að fornum Brunnárbökkum.
Þar mun Brunná hafa runnið á landnámsöld, eða í upphafi byggðar hér.
Upp með Þveránni hafa verið byggðir allmargir sumarbústaðir af fólki úr þéttbýli.þverá 1

Staðurinn er skógi vaxinn og ekki í alfaraleið. Er þar frið- og veðursæld mikil.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message