Skip to main content

Presthólar Núpasveit.

Ábúendur: Sigurður Árnason og Alda Jónsdóttir.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsluárið 2019

Bændur á Presthólum eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Skógræktarverkefni

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Þau Sigurður og Alda hafa stundað búskap í Presthólum frá árinu 1990.
Presthólar er gamalt prestssetur og þingstaður og þar stóð kirkja svo lengi sem vitað
er og fram til ársins 1929 að hún var rifin og byggð kirkja í landi Snartarstaða. Margir
kunnir klerkar sátu á Presthólum á fyrri tíð og síðastur var þar prestur séra Halldór
Bjarnarson, sem sat staðinn til 1936. Jörðin hefur alltaf þótt farsæl, einkum fyrir sauðfé.
Hún er landstór til heiðar og landið er gott til beitar og sæmileg bitfjara á hraunflúðum
við sjóinn en þar var fjárborg lengi en nú fjárhús heima í túni.
Presthólar standa í Rauðhólahrauni og verður því tún ekki stækkað meira heima
við en niðri undir sjó og sunnan hrauns eru ágætlega grónir ásar, vaxnir lyngi og kjarri,
og er það hið besta land undir tún og eru þar nú stórar nýræktir.
Hlunnindi eru helst dálítill reki með ströndinni, silungsveiði í Presthólalónumalda og silli
og með fjörum og einnig á jörðin land að Ormarsá, sem nú er dágóð laxveiðiá.
Nýbýlið Hrauntún var byggt úr landi Presthóla árið 1956 af Ármanni Þorgrímssyni
og k.h. Kristveigu Jónsdóttur frá Ærlækjarseli, sem bjuggu þar til 1958. Árið
1990 var nýbýlið Hrauntún aftur sameinað Presthólajörðinni.
Skammt ofan bæjar rennur Þúfugerðisá norður í hraunið og hverfur í það við
Bugatjörn. Suður með hraunbrúninni eru Jötnahellar og suður og niður með bænum
hraunklettar heita þeir Messuklettar og var sú trú fyrrum að þar á Presthólastað messuðu
fleiri en mennskir klerkar.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message