Skip to main content

Syðra-Áland  Þistilfirði

Ábúendur: Ólafur B Vigfússon og Karen Konráðsdóttir.

Bændur á Syðr-Álandi eru þáttakendur í :

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Ólafur og Karen hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1997.
Syðra-Áland var áður kallað FremraÁland. Af þjóðvegi norðan í Skógarási liggur
vegur að Syðra-Álandi, ca. 4 km. Íbúðarhúsið stendur á allháum mel og
peningshúsin spölkorn norðar, 600-700 m frá Hölkná.
Út og suður frá bænum skiptast á melkollar, mólendi og mýrarsund. Til vesturs,
nær óslitið að Sandá, eru víðáttumiklir, þurrir viðarmóar, vel grónir. Þar er besta
vetrarbeit í landareigninni og beitarhús voru þar áður fyrr við Húsadal. Þar er
einnig gott berja- og grasaland. Skammt vestan við bæinn er mikil nýrækt. Suður
frá bænum er framræst mýrlendi, ræktað að nokkru. Landareignin nær yfir þvera
Álandstungu norðan við Ytri-Hæðaþúfu, suður með Hölkná í svonefndan Möngudal,
víðáttumikið og gott sauðfjárland. Vitað er um tvö eyðibýli í landareigninni,
Kerastaði og Nýstaði. Árið 1861 er Leirlækur talinn hjáleiga frá Syðra-Álandi.oli1

Jörðinni fylgir veiðiréttur í Hölkná og Sandá.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message