Skip to main content

Garður Þistilfirði

Ábúendur: Soffía Björgvinsdóttir og Jónas Pétur Bóasson.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017.

Bændur í Garði eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Skógræktarverkefni.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Núverandi ábúendur hafa búið í Garði síðan 1997.
Skammt vestan við Svalbarðsárbrú liggur vegur að Garði og áleiðis að Hagalandi.
Bæjarhús og útihús eru á sléttum mel stutt frá Tunguá.
Um 300 m suðvestan við bæinn liggur allhár melhryggur frá norðri til suðurs.
Örstutt sunnan við suðurenda hans á lágri hólbungu syðst í túninu, voru bæjarhús
fram undir 1950 en þá var íbúðarhúsið flutt upp á melhrygginn. Það hús brann 1962 og
ábúandi hætti búskap og Hagalandsbóndi fékk jörðina á leigu þar til hann keypti
hana. Árið 1973 hófust hjónin, Björgvin Þóroddsson
og Margrét Jónsdóttir, sem þá bjuggu á Hagalandi, handa og byggðu ísoffia1
Garði nýtt íbúðarhús, og á næstu árum einnig ný útihús, og fluttu búsetu sína
þangað. Garður á víðáttumikið land milli Svalbarðsár
og Tunguár um Merkilæk og inn Garðsdal. Grösugt er á dalnum. Fyrr á árum
var Garður í þjóðbraut, náttstaður landpósta og annarra ferðamanna, einkum á
vetrum. Þar var símstöð um alllangt skeið. Veiðiréttur er í Svalbarðsá.
Norðaustur af bænum er stórt tún, sem liggur meðfram þjóðveginum. Svalbarðshreppur
fékk þar leigt land, sem ræktað var á árunum 1967-1969, samtals 49 ha.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message