Skip to main content

Reistarnes Melrakkasléttu.

Ábúendur: Kristinn Steinarsson og Ágústa Ágústsdóttir.

Bændur á Reistarnesi eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Það var á árunum 1954 til 1955 að Steinar Kristinsson hóf að reisa nýbýli á 1⁄5 parti úr
Nýhöfn ásamt konu sinni, Jóhönnu Kristinsson, sem var þýsk og kom hingað til
lands upp úr stríðinu ásamt fleiri konum þýskum. Þá dettur Steinari það snjallræði í
hug að nefna þetta býli sitt eftir landnámsmanni þeim er nam Leirhafnarland og
Reistur hét. Ekki var nú og er vitað um önnur örnefni honum tengd nema núpinn
fríða, sem menn segja að hafi verið nefndur Reistarnúpur eða Reistargnúpur en heitir
nú Snartarstaðanúpur. Steinar og Jóhanna bjuggu í Reistarnesi
frá 1955 til 1976 og stundaði Steinar grásleppuveiðaragusta
og reri til fiskjar með búskapnum. Jóhanna lést 1976 og hætti
þá Steinar búskap og var síðan með lausa búsetu en hann lést.
1997.Árið 1990 kaupir Kristinn Steinarsson Reistarnes og byrjar þar búskap.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn (þarf)

    Netfang (þarf)

    Skilaboð