Snartarstaðir.
Ábúendur: Helgi Árnason og Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir.
Á lista RML 2019 .yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána
Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015.
Bændur á Snartastöðum eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið
-
Skógræktarverkefni.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Helgi og Sigurlína hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1979.
Jörðin er stór og landmikil og landið er gott bæði fyrir sauðfé og til ræktunar. Þarna
er mikið mólendi og fjallabrekkur, vel grónar, því jörðin á allar suðvesturhlíðar Leirhafnarfjalla
og Snartarstaðanúps. Gripahagar eru fremur þröngir, aðallega mýrlendi
nærri bæjum. Reka á jörðin á strandlengjunni frá ósi Snartarstaðalækjar að
Snartarstaðanúpi og kópaveiði var talsverð fyrrum undir Núpnum. Landið er frekar
snjóþungt, það gerir nálægð fjallanna, en fljótur er vorgróður að taka við sér í skjóli
þeirra og þó einkum í Núpnum.
Sandgræðslugirðing er norður með sjónum
og er þar nú mikið að gróa upp, einnig
austan fjallanna, en þar er annað hólf.
Lengi var fjárborg norður með sjónum.
Þar var góð fjörubeit og stutt í sæmilega
landbeit. Þar voru fyrrum hafðir sauðir
með öðru fullorðnu fé og urðu rígvænir.
Kauptúnið Kópasker er í landi jarðarinnar.
Þar eru einnig dælustöð og vatnsgeymir
vatnsveitu Kópaskers og nágrennis.
Árið 1928 var sóknarkirkjan færð frá
Presthólum og reist við Snartarstaði ný
kirkja og er þar kirkjugarður. Um sama leyti
var byggður barnaskóli, sá fyrsti í Presthólahreppi
gamla, rétt við kirkjuna.
Snartarstaðabændur ganga með Sléttungum
og rétta í Leirhafnarrétt. Snartarstaðir
er ríkisjörð en framkvæmdir allar í
eigu ábúenda.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ