Skip to main content

sturla2017

Keldunes Kelduhverfi.

Ábúendur:  Bára Siguróladóttir.

Bændur í Keldunesi eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Núverandi ábúendur hafa búið í Keldunesi síðan 1971.
Keldunes II er nýbýli, stofnsett 1953 af Sigtryggi Jónssyni og k.h. Rakel Sigvaldadóttur.
Þeir tvíburabræður, Sigtryggur og Karl Helgi, skiptu þá Keldunesi á milli sín
en árið 1935 hafði bróðir þeirra, Jóhannes, byggt Framnes á 1⁄3 jarðarinnar. Um land og
engjar er sama að segja og um Keldunes I enda öll nýting sameiginleg. Fyrrum átti
Keldunes reka en hann komst í eigu Múlakirkju og var síðar seldur bóndanum í
Arnanesi og fylgir nú þeirri jörð. Svo lengi sem menn muna hafa sumar
uppspretturnar í Brunnunum verið dálítið volgar en í jarðskjálftunum 1975-1976
sprakk land þarna talsvert og þá hitnaði vatnið verulega, sums staðar allt að 50
gráðum. Hvergi var þá kalt neysluvatn að fá á þessum bæjum. Þetta vandamál leystist
með sameiginlegri vatnsveitu fyrir allan vesturhluta Kelduhverfis. Var vatnið tekið
hátt uppi í Auðbjargarstaðabrekku og fékkst sjálfrennandi á alla bæi frá
Auðbjargarstöðum að Keldunesi og út í Syðri-Bakka. Er vatnið mjög gott.
Í Keldunesi var lengi þingstaður sveitarinnar eða þar til félagsheimilið Skúlagarður
var reist 1959 en sá staður heitir eftir Skúla Magnússyni, landfógeta, sem er
fæddur í Keldunesi 1711.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message