Skip to main content

Daðastaðir Núpasveit.

Ábúendur: Guðrún S Kristjánsdóttir og Gunnar Einarsson.

Bændur á Daðastöðum eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Skógræktarverkefni.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Guðrún og Gunnar hafa stundað búskað á Daðastöðum síðan 1982.
Syðsta byggt ból í Núpasveit heitir Daðastaðir. Þetta er allstór og landgóð jörð. Bærinn
stendur í dalverpi austan undir Öxarnúpi og er bærinn rétt undir brekkum
hans. Í vestur, nær sjó, er víðáttumikið mýrlendi, vel gróið og nær allt að björgum
er byrja við sjó og ná allt að Núpnum. Naustá kemur af Arnarstaðadal og rennur á
milli túna á bæjunum Daðastöðum og Arnarstöðum og þar, örskammt austur af
bæ, var hún virkjuð. Jörðin á ágætt ræktunarland og er það á
þurrum lyngmóum og ásum. Í Núpnum er víða skógarkjarr, ágætt rjúpna- og beitiland.
Strandlengja jarðarinnar nær frá landamörkum á mýrinni norður að Naustá og er
þar nokkur reki ef vel árar til þess og einnig er silungsveiði nokkur við fjörurnar. Nyrst,
þar sem fjörusandur endar, er gömul höfn, Buðlungahöfn. Þaðan var róið til fiskjar umdaðastað
langa hríð. Vegurinn af þjóðvegi til bæja er um
tveggja km. langur og liggur eftir melum sem ber hátt. Vegna þess, að bærinn stendur
svo nærri Núpabrekkum sést þar ekki sól frá því í nóvember og til þriðja febrúar.
Guðrún og Gunnar nýta bæði land Arnarhóls og Arnastaða sem báðar eru farnar í eyði.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message