Nú standa framleiðendur og neytendur og í raun öll íslenska þjóðin frammi fyrir heilmikilli ógn sem er innflutningur á kjöti til Íslands. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja okkar innlendu framleiðslu og verja einnig matvælaöryggi Íslands. Stöndum nú saman og styðjum við Íslenska framleiðslu með því að kaupa Íslenskt. Við hjá Fjallalambi getum verið stolt af því að vinna eingöngu hráefni af hreinu svæði og eingöngu hráefni úr Íslenskum afurðum. Norður Þingeyskar Náttúruafurðir Kveðja Björn Víkingur
Nánar