Skip to main content
All Posts By

vikingur

9128

Eftir Upprunamerkingar
Leifsstaðir Öxarfirði. Ábúendur: Stefán Leifur Rögnvaldsson og Hulda Hörn Karlsdóttir. Stefán og Hulda eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þáttakandi í verkefnum Landabótasjóðs. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2014. Leifsstaðir er ungt býli, byggt í landi eyðijarða er báru nöfnin Leifsstaðir og Lækjardalur, af Rögnvaldi Stefánssyni frá Syðri- Bakka og kona hans Kristveigu Friðgeirsdóttur frá Gilsbakka. Íbúðarhúsið stendur á lágri hæð vestan í skógi vöxnum hæðardrögum og loka sýn að mestu til norðausturs. Til annarra átta er útsýni mikið og fagurt. Sérstæðast mun þó verða talið umhverfi bæjarhúsa sem standa umlukt skógi á alla…
Nánar

Góð sala á hangikjöti fyrir jólin.

Eftir Uncategorized @is
Sala á Hólsfjallahangikjötinu fyrir jólin var feiknagóð, og tölvert meiri en fyrri ár, en á síðustu 5.árum hefur jólasala á hangikjötinu tvöfaldast. Af því tilefni vil ég óska öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs með þökkum fyrir viðskiptin á síðasta ári. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar

Sláturtíð lokið

Eftir Uncategorized @is
Þann 21 október lukum við sláturtíð hér í Fjallalambi. Sláturtíð gekk vel enda hvorki gránaði jörð né hvítnaði. Það hefur ekki gerst oft. Slátrað var alls 29.071 gripum þetta haustið. Meðalþungi var 16.44 kg sem er um 900 grömmum þyngra en haustið 2015. Einkunn fyrir hold 9,24 og fitu 6,74. Það sem einkenndi lömb þessarar sláturtíðar var holdleysi. Lömb voru þung en fóru mikið í fituflokk 2. En almennt lömb mjög falleg og vel á sig komin. Vorum með mjög góða starfsmenn þetta haustið og hefur sláturlínan sjaldan gengið eins vel. Allir dagar kláraðir á tilsettum tíma. Kveðja Björn Víkingur…
Nánar

Slátrun hófst þann 14.septembe.

Eftir Uncategorized @is
Slátrun hófst hjá Fjallalambi þann 14.september. s.l. Dilkar eru fallegir og þyngri en á sama tíma í fyrra en holdminni. Þegar þetta er ritað þann 19. september þá er búið að slátra 3.280 lömbum sem eru með meðalþunga 16,88 kg. Einkunn fyrir fitu 6,69 Einkunn fyrir hold. 9,23 Kveðja Björn Víkingur Björnsson.
Nánar