Númer innleggjenda í röð

Myndrænar leiðbeiningar fyrir snjallsíma

9893

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
9893 Hámundarstaðir 2 Vopnafirði. Ábúendur: Hafdís Bára Óskarsdóttir og Jón Þór Dagbjartsson Hafdís og Jón fluttust í Hámundarstaði árið 2017. Ábúendur fram til ársins 2007 voru þau Ingileif og Guðni sem fluttust þá á Vopnafjörð. Silvia og Edze bjuggu síðan á jörðinni til 2015. Hámundarstaðir teljast innsti bær á Vopnafjarðarströnd. Jörðin er all stór. Þurrir bakkar eru meðfram sjónum og þar upp af hallalitlar mýrar, en nær fjallinu hallamýrar og mólendi upp á heiðarbrún. Í heiðinni er gróðurfar fjölbreytt, melar og holt,flóar,harðvelli og mólendi á víxl, allt fremur vel gróið. Vötn eru þar all nokkur. Fuglabjarganes skagar í sjó fram…

9366

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hallgilsstaðir 2 Langanesi. Ábúendur: Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Hallgilsstöðum 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Brynja og Ingi hófu búskap á Hallgilsstöðum árið 2015. Bær á Hallgilsstöðum II stendur litlu vestar á nesinu en Hallgilsstaðir I. Tún eru innar af túni á Hallgilsstöðum I og norðan þjóðvegar í Dómsneshólma. Stöðugt gengur á gömlu bæjartúnin því Hafralónsá brýtur úr hinum háa árbakka sunnan íbúðarhúss og á nú tæpa hundrað metra eftir í…

9128

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Leifsstaðir Öxarfirði. Ábúendur: Stefán Leifur Rögnvaldsson og Hulda Hörn Karlsdóttir. Stefán og Hulda eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þáttakandi í verkefnum Landabótasjóðs. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2014. Leifsstaðir er ungt býli, byggt í landi eyðijarða er báru nöfnin Leifsstaðir og Lækjardalur, af Rögnvaldi Stefánssyni frá Syðri- Bakka og kona hans Kristveigu Friðgeirsdóttur frá Gilsbakka. Íbúðarhúsið stendur á lágri hæð vestan í skógi vöxnum hæðardrögum og loka sýn að mestu til norðausturs. Til annarra átta er útsýni mikið og fagurt. Sérstæðast mun þó verða talið umhverfi bæjarhúsa sem standa umlukt skógi á alla…

9169

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
9169 Miðfjarðarnes. Ábúendur. Sigríður Ósk Indriðadóttir og Krzysztof Krawczyk. Miðfjarðarnes nær frá Saurbæjartanga og suður fyrir Reiðaxlarvatn lengst inni og suður í heiðum, um 19 km leið. Afbýli, nefnt Kot, var við Ótræðislæk, en engar  heimildir nema munnmæli, nafn og rústir eru um byggð þar. Tvíbýli var á Miðfjarðarnesi til 1972. Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ

9021

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Sveinungsvík Þistilfirði Ábúendur: Árni Gunnarsson Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Sveinungsvíkurbændur eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Árni tók við búi af foreldrum sínum árið 2013. Hrútur frá Árna fékk viðurkenninguna  "Besti ærfaðirinn" fyrir árið 2015. Sjá umfjöllun hér  í bændablaðinu bls. 16. Sveinungur nam land í Sveinungsvík. Bærinn stendur á vesturbakka Sveinungsvíkurár, ásamt útihúsum, örstutt fá sjónum. Takmarkað lágt og flatt land er inn af víkinni. Næst sjónum er sendið og þurrt valllendi. Allhátt land er í sjó fram beggja megin víkurinnar, að vestan Súlur en að austan Landsendi. Stutt…

9379

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hvammur 3 Þistilfirði Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson. Ólafur er þáttakakandi í : Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ólafur hóf búskap 2015. Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti Tunguseli, sem kallast Kambar, flatt valllendi, hrísmóar og hálfdeigjur. Þar var talin góð svarðartekja fyrr á árum. Vestur af bænum eru hallandi mýrar, móholt hér og hvar og fjær ásahryggir. Landamerki liggja að Gunnarsstaðalandi…

9378

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hóli og Höfði við Raufarhöfn. Ábúendur: Nanna Steina Höskuldsdóttir og Steinþór Friðriksson. Bændur á Hóli og Höfða eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Nanna og Steinþór hófu búskap árið 2015 en foreldrar Nönnu bjuggu á jörðinni. Höfði er 1⁄3 hinnar fornu Hólsjarðar, sá partur er fékk nafnið Hóll II við jarðaskiptin 1922. Hjónin Árni Pálsson og Friðný E. Þórarinsdóttir, sem búið höfðu á Hóli II frá 1927, reistu sér nýtt íbúðarhús 1950 og nefndu bæ sinn Höfða. Það nafn fengu þau einnig lögfest á jörðinni. Beitar- og ræktunarland Hólsjarða er óskipt, en reka og öðrum hlunnindum er skipt eftir stærð. Árið 1964 kaupir Þorsteinn Steingrímsson, f. 8. mars…

9377

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Brúarland 2  Þistilfirði. Ábúendur: Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson. Bændur á Brúarlandi eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi bændur hófu búskap 2012. Árið 1945 byggðu Jónas Aðalsteinsson frá Hvammi og k.h. Anna G. Jóhannesdóttir frá Gunnarsstöðum nýbýlið Brúarland í Gunnarsstaðalandi og fengu 7⁄24 hluta af landi og hlunnindum allrar jarðarinnar. Bæjar- og útihús standa á melbrún, örstutt frá þjóðvegi vestan Hafralónsár, nærri brúnni. Suður og niður af bænum er slétt valllendisnes við ána, nefnt Eyja; var áður engi, nú grasgefið tún. Lækur rennur eftir dálitlu dragi eða dalverpi sunnan við bæinn í ána norðan við Eyjuna; heitir þar Merkidalur. Sunnan við lækinn heitir Búðarhöfði vestan við…

9366

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hallgilsstaðir 2 Langanesi. Ábúendur: Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017. Bændur á Hallgilsstöðum 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Brynja og Ingi hófu búskap á Hallgilsstöðum árið 2015. Bær á Hallgilsstöðum II stendur litlu vestar á nesinu en Hallgilsstaðir I. Tún eru innar af túni á Hallgilsstöðum I og norðan þjóðvegar í Dómsneshólma. Stöðugt gengur á gömlu bæjartúnin því Hafralónsá brýtur úr hinum háa árbakka sunnan íbúðarhúss og á nú tæpa hundrað metra eftir í húsvegg. Úthagi er óskiptur á milli jarðarparta. Í gömlu skjali er frá því skýrt að 1741…

9323

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Reistarnes Melrakkasléttu. Ábúendur: Kristinn Steinarsson og Ágústa Ágústsdóttir. Bændur á Reistarnesi eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Það var á árunum 1954 til 1955 að Steinar Kristinsson hóf að reisa nýbýli á 1⁄5 parti úr Nýhöfn ásamt konu sinni, Jóhönnu Kristinsson, sem var þýsk og kom hingað til lands upp úr stríðinu ásamt fleiri konum þýskum. Þá dettur Steinari það snjallræði í hug að nefna þetta býli sitt eftir landnámsmanni þeim er nam Leirhafnarland og Reistur hét. Ekki var nú og er vitað um önnur örnefni honum tengd nema núpinn fríða, sem menn segja að hafi verið nefndur Reistarnúpur eða Reistargnúpur en heitir nú Snartarstaðanúpur. Steinar og Jóhanna bjuggu…

9314

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Svalbarð  Þistilfirði Ábúendur: Einar Þorláksson og Aldís Gunnarsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsuárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Svalbarði eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Einar or Aldís hafa búið á Svalbarði frá árinu 2001. Bærinn Svalbarð stendur austan Svalbarðsár um það bil 2 km frá sjó. Áin bugðast um valllendisnes framhjá bænum. Kirkja hefur verið á Svalbarði frá því á 13. öld svo vitað sé. Kirkjan stendur austanvert við bæjarhlaðið, byggð úr timbri árið 1848. Svalbarð var presstsetur fram til 1928 og þingstaður hreppsins.…

9219

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Ærlækur Öxarfirði. Ábúendur: Sveinn Aðalsteinsson og Sif Jóhannesdóttir. Þau  eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ábúendur á Ærlæk hafa búið þar síðan 2017. Ærlækur stendur austan þjóðvegar sem næst miðri sveit. Land jarðarinnar, sem ekki er stórt en ákaflega vel gróið, er umgirt ám og lækjum og heitir Hólmur. Allt þetta svæði er mishæðalítið mólendi með nokkru skógarkjarri. Hraun hefur runnið um landið fyrr á öldum og sjást víða klettadrangar sem gróður hefur ekki náð að festa rætur á. Einn þessara hraundranga heitir Goðasteinn og ætla má að hann hafi fengið nafn sitt á landnámsöld enda er Ærlækur landnámsjörð.…

9184

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Garður Þistilfirði Ábúendur: Soffía Björgvinsdóttir og Jónas Pétur Bóasson. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017. Bændur í Garði eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúendur hafa búið í Garði síðan 1997. Skammt vestan við Svalbarðsárbrú liggur vegur að Garði og áleiðis að Hagalandi. Bæjarhús og útihús eru á sléttum mel stutt frá Tunguá. Um 300 m suðvestan við bæinn liggur allhár melhryggur frá norðri til suðurs. Örstutt sunnan við suðurenda hans á lágri hólbungu syðst í túninu, voru bæjarhús…

9133

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Ytra-Áland Þistilfirði. Ábúendur: Ragnar Skúlason og Úlfhildur Ída Helgadóttir. Bændur á Ytra-Álandi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúendur hafa rekið búskap á Ytra-Álandi síðan 2010. Bærinn stendur norðvestan í Bæjarási eða Álandsási. Hann er tæplega 100 m á hæð. Þar er mjög víðsýnt. Norður frá ásnum er klettahryggur til sjávar. Þar heitir Kálfsnes. Dregur það úr afli úthafsöldunnar og veitir hlé í víkum beggja megin, eftir því hvaðan blæs. Nær sjónum og vestar eru peningshús og tún, sem ná allt vestur að Sandá. Suðvestur frá bænum er búið að ræsa fram stórt svæði í sléttum flóa og rækta. Jörðin á land milli…

9124

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Ytra-Lón Langanesi. Ábúendur: Sverrir Möller og Mirjam Blekkenhorst. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Bændur á Ytra-Lóni eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Skógræktarverkefni. Sverrir og Mirjam hafa búið á Ytra-Lóni síðan 1991. Bærinn á Ytra-Lóni stendur u.þ.b. 3 km frá sjó. Unginn af landi jarðarinnar er láglendi, að mestu flatar mýrar með lágum holtum og melabörðum á milli. Lónsá fellur um túnið og þar sem hún rennur til sjávar myndar hún lón. Meðfram sjónum er sandfjara og sendið vallendi. Meðfram Lónsá að norðan og vestan eru engjar góðar. Stífluá heitir á sem kemur úr Hólsvatni, suðvestur af Ytra-Lóni, og fellur hún í…

9286

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hallgilsstaðir Langanesi. Ábúendur: Maríus Snær Halldórsson og Lára Sigurðardóttir. Bændur á Hallgilsstöðum eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Maríus og Lára hófu búskap á Hallgilsstöðum 2014. Bærinn stendur á nesi er verður við Hafralónsá þar sem hún myndar sveig til vesturs nær því í hálfhring, u.þ.b. fjóra kílómetra frá útfalli sínu í Lónafjörð. Nesið er þurrlent þar sem bæjarhús standa en út og austur af bænum eru mýrar, í fyrstu samfelldar en síðar er nær dregur fjalli með ásum og melhólum í bland. Mýrlendið næst bænum hefur verið ræst fram og unnið til túns. Eins og víða þar sem mýri er nærri opnu hafi þá eru mýrar…

9220

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Gunnarsstaðir ehf. Gunnarsstöðum Þistilfirði Ábúendur: Axel Jóhannesson, Valgerður Friðriksdóttir og Sigríður Jóhannesdótti og Júlíus Þröstur Sigurbjartsson. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML framleiðsluárið 2015. Bændur á Gunnarsstöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúndur tóku við jörðinni 2013. Austasta jörðin sem á land að sjó í hreppnum er Gunnarsstaðir, vestan megin við botn Lónafjarðar. Um það bil 1 km austan við þjóðveginn sunnan við Garðá þar sem hún rennur í dálitlu gili,er mikil húsaþyrping, fjögur íbúðarhús ásamt útihúsum. Stutt er til sjávar og niður að Hafralónsárósi. Norðan við Garðá eru einnig peningshús og víðlend tún út með sjónum, framræst mýrlendi. Suður með…

9217

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Holt Þistilfirði Ábúendur: Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsluárið 2019 Bændur í Holti eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni. Gæaðastýrðri sauðfjárrækt. Sigurður og Hildur hófu búskap í Holti  2008. Árið 1913 byggðu þau Kristján Þórarinsson frá Laxárdal og kona hans, Ingiríður Árnadóttir, frá Gunnarsstöðum, nýbýli í Gunnarsstaðalandi og nefndu Holt. Landið sem býlið fékk í sinn hlut var Gunnarsstaðaásinn vestan megin af ásbrún að Laxá. Einnig áttu þau 1/3 úr Laxárdal. Ásinn er um 100 m yfir sjó en landið vestan megin dalsins verulega lægra. Í miðri áshlíðinni andspænis Laxárdal efst í túninu standa bæjarhús á ísaldarmel 400-500 m frá Laxá…

9216

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Urðir ehf. Sandfellshagi 1 Öxarfirði. Ábúendur: Sigþór Þóarinsson, Kristín Gunnarsdóttir og Rúnar Þórarinsson. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Bændur í Sandfellshaga 1 eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúendur í Sandfellshaga 1 hafa stundað búskap þar síðan 2006. Svo að segja við rætur Sandfellsins standa bæjarhús beggja jarðanna, Sandfellshaga I og II, og nokkur hluti útihúsa er þar baka til. Um túnið sunnan bæjar rennur lítil bergvatnsá er sprettur upp við fjallið að vestanverðu. Frá…

9212

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Þórshöfn Langanesi. Ábúendur: Gísli Jónsson. Gísli hefur lengi stundað búskap með föður sínum Jóni. Þeir eru búsettir á Þórshöfn. Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ

9168

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Fell Langanesströnd. Ábúendur: Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir. Bændur á Felli eru þáttakendur í : Bændur græða landið   Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bærinn Fell á Langanesströnd er staðsettur rétt suð-austur af Gunnólfsvík sem ber nafn af Gunnólfsvíkurfjalli en þar er ratsjárstöð sem bandaríski herinn rak en er nú rekinn af íslenska ríkinu. Beðið er eftir nánari lýsingu ábúenda og eigenda. Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ

9118

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Fjallalækjarsel Þistilfirði. Ábúendur: Gunnar Þorleifsson og Ina Leverköhne. Bændur í Fjallalækjarseli eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þau Gunnar og Ina hafa stundað búskap í Fjallalækjarseli síðan 2010. Vegur liggur þangað af þjóðvegi við Svalbarðsárbrú, suður með ánni að austan og framhjá eyðibýlinu Svalbarðsseli. Skammt austan við Litla-Kvígindisfjall stendur bærinn ásamt útihúsum á lágum mel. Til suðurs eru flóar og lækjardrög. Þar var víða allgott engi áður fyrr en í norður lágar móabungur. Þar eru nú tún. Sumarhagar eru góðir og kjarngott beitiland þegar til næst. Telja má snjóþungt enda jörðin lengst og hæst frá sjó af byggðum bæjum í sveitinni. Landareignin nær að Sandá við Fossagljúfur, um Litla…

9114

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Presthólar Núpasveit. Ábúendur: Sigurður Árnason og Alda Jónsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsluárið 2019 Bændur á Presthólum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þau Sigurður og Alda hafa stundað búskap í Presthólum frá árinu 1990. Presthólar er gamalt prestssetur og þingstaður og þar stóð kirkja svo lengi sem vitað er og fram til ársins 1929 að hún var rifin og byggð kirkja í landi Snartarstaða. Margir kunnir klerkar sátu á Presthólum á fyrri tíð og síðastur var þar prestur séra Halldór Bjarnarson, sem sat staðinn til 1936. Jörðin hefur alltaf þótt farsæl, einkum fyrir sauðfé. Hún er landstór til…

9110

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Ærlækjarsel Öxarfirði. Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir. Bændur í Ærlækjarseli eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bæð Eyrún og Bernharð hafa stundað búskap í Ærlækjarseli síðan árið 2000. Býlið er reist sem nýbýli 1954 af Grími Birni Jónssyni, f. 25. ágúst 1925 í Ærlæjarseli, og konu hans, Erlu Bernharðsdóttur, f. 25. ágúst 1931 á Hjalteyri, á hluta af landi Ærlækjarsels og eyðibýlinu Hróastöðum en lönd þeirra jarða lágu saman. Bæjarhús standa nokkrum metrum sunnar en íbúðarhús Ærlækjarsels 1 en gripahús norður af íbúðarhúsunum, að mestu sambyggð og sameign beggja jarðanna enda rekinn félagsbúskapur frá upphafi. Hús og land Ærlækjarselsjarða urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftunum miklu…

9106

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Vestaraland Öxarfirði. Ábúendur: Sveinbjörn Aðalgeirsson. Sveinbjörn er þáttakandi í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sveinbjörn hefur stundað búskap á Vestaralandi síðan 1982. Lýsing lands og lega þess er sú sama og á Vestaralandi I. Árið 1922 er jörðinni skipt í Vestaraland I og II og eru það helmingaskipti á landi sem hafa haldist síðan. Á þessum jörðum hefur verið rekinn allstór sauðfjárbúskapur og á tímabili var Kristján Jónsson fjárflestur einstaklingur í Öxarfjarðarhreppi. Fénaðargeymsla öll er fremur erfið á Vestaralandi og hættur nokkrar bæði í Jökulsárgljúfrum og Landsárgili. Dæmi eru til að fé hefur hrakið af völdum verðurs í Jökulsárgljúfrið og farist þar. Myndagallerý…

9103

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Lundur Öxarfirði. Ábúendur: Sigurður Tryggvason og Vigdís Sigvarðardóttir. Bændur í Lundi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sigurður og Vigdís búa í íbúðarhúsi í Lundi en eru með búskap í fjárhúsum sem tilheyra Skinnastöðum. Skólasetur Öxfirðinga frá 1928, byggt á lóð úr landi Ærlækjar (gefið af Oddnýju Jóhannesdóttur, f. 23. nóv. 1855). Var skólinn í Lundi rekinn af Öxfirðingum einum, þó með hléum, til ársins 1965 en þá hófst samstarf á milli Öxfirðinga og Keldhverfinga um rekstur skólanna í Lundi og Skúlagarði þegar Öxfirðingar sendu hluta sinna skólabarna í Skúlagarð en unglingafræðsla (gagnfræðastig) hófst í Lundi fyrir báðar sveitirnar Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ

9101

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Leirhöfn Melrakkasléttu. Ábúendur: Jón Þór Guðmundsson og Hildur Jóhannesdóttir. Bændur í Leirhöfn eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Við sauðfjárbúskap frá barnsaldri Leirhöfn er landnámsjörð Hún er landstór og landgóð, einkum fyrir sauðfé. Þar hefur verið rekið eitt af stærstu sauðfjárbúum á landi hér. Ræktunarskilyrði eru mjög góð á þurru og grjótlitlu mólendi. Þar er nú búið að rækta stór og grasgefin tún. Bændur af Austur-Sléttu fengu að rækta hér allstór tún og einnig Raufarhafnarbúar. Strandlengjan nær frá Bangsaþúfu upp í Mígindi í Snartarstaðanúp og þaðan liggur land jarðarinnar austur um fjöll í Kambás og frá honum í Merkjaþúfu á Kjalarási og þaðan um Litlu-Geflu í Bangsaþúfu. Leirhafnarfjöll eru…

9096

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Núpur Öxarfirði. Ábúendur: Jón Ingimundarson og Björg Guðmundsdóttir. Bændur á Núpi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Jón og Björg hafa stundað búskap á Núpi síðan 1976. Býlið Núpur stendur austan þjóðvegar við sunnanverðan Öxarnúpinn. Vestan vegarins rennur Brunnáin og breiðir þar nokkuð úr sér á sandeyrum. Hús jarðarinnar standa í aflíðandi halla og er stutt að snarbrattri brekku Núpsins. Undirlendið milli Brunnár og Öxarnúpsins er tiltölulega mjótt. Á þessu landi var mikið heyjað fyrr á árum en er nú nýtt til beitar fyrir sauðfé og hross. Í suður frá bænum tekur fljótlega við mólendi sem er ákjósanlegt til túnræktar. Útsýni er mikið frá Núpi…

9092

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Snartarstaðir. Ábúendur: Helgi Árnason og Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir. Á lista RML 2019 .yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015. Bændur á Snartastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Helgi og Sigurlína hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1979. Jörðin er stór og landmikil og landið er gott bæði fyrir sauðfé og til ræktunar. Þarna er mikið mólendi og fjallabrekkur, vel grónar, því jörðin á allar suðvesturhlíðar Leirhafnarfjalla og Snartarstaðanúps. Gripahagar eru fremur þröngir, aðallega mýrlendi nærri bæjum. Reka á jörðin á strandlengjunni frá ósi Snartarstaðalækjar…

9085

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Daðastaðir Núpasveit. Ábúendur: Guðrún S Kristjánsdóttir og Gunnar Einarsson. Bændur á Daðastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Guðrún og Gunnar hafa stundað búskað á Daðastöðum síðan 1982. Syðsta byggt ból í Núpasveit heitir Daðastaðir. Þetta er allstór og landgóð jörð. Bærinn stendur í dalverpi austan undir Öxarnúpi og er bærinn rétt undir brekkum hans. Í vestur, nær sjó, er víðáttumikið mýrlendi, vel gróið og nær allt að björgum er byrja við sjó og ná allt að Núpnum. Naustá kemur af Arnarstaðadal og rennur á milli túna á bæjunum Daðastöðum og Arnarstöðum og þar, örskammt austur af bæ, var…

9083

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Brekka Ábúendur: Dagbjartur Bogi Ingimundarson. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017. Bændur á Brekku eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Dagbjartur Bogi hefur stundað búskap á jörðinni frá 1982. Bærinn og aðrar byggingar standa á hæð við Brekkuhól, skammt sunnan Snartarstaða. Sunnan undir hæðinni er mýrlendi með starartjörn en þar sunnan við er Brekkuhamar, allmikil grjóthæð, sem nú er að gróa upp vegna mikillar natni ábúenda að fegra umhverfið og bæta. Austan og ofan bæjar er Kollufjall og þar…

9082

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Þverá Öxarfirði. Ábúendur: Benedikt Kristjánsson og Erla Ingólfsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Þverá eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Erla og Benedikt hafa stundað búskap á Þverá síðan 1982. Ekki langt austan þjóðvegar á suðurbrún Þverárdals standa hús jarðarinnar og þar suður af eru tún jarðarinnar samfelld. Eftir Þverárdalnum rennur lítil bergvatnsá. Við hana var byggð heimilisrafstöð til allra nota fyrir heimilið. Frá uppsprettu efst í Þverárdal er tekið neysluvatn með samveitu fleiri bæja.…

9078

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Valþjófsstaðir 3 Ábúendur: Eiríkur Björnsson Eiríkur er þáttakandi í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Eiríkur hefur stundað búskap á Valþjófsstöðum alla sína tíð. Skammt austur af Valþjófsstaðafjalli er dalverpi, sem nefnist Vesturdalur, eða Einarsstaðadalur í daglegu tali. Eru þar mýrar og grösugt valllendi en lynggrónar hlíðar í kring, gott beiti- og berjaland. Þarna á dalnum er gamalt eyðibýli sem heitir Kjarnagerði og suðvestur af Einarsstöðum er enn eitt eyðibýli er nefnist Fellshús. Þar á milli býlanna koma fram undan fjallinu lindir sem mynda Valþjófsstaðaá, sem frá 1930 hefur verið virkjuð, býlunum á Valþjófsstöðum til hagsbóta. Reka eiga Valþjófsstaðir frá Naustárfossi að Valþjófsstaðaá en Einarsstaðir frá ánni að landamerkjum við Presthóla. Víðsýnt…

9077

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Klifshagi Öxarfirði. Ábúendur: Stefán Pétursson og Guðlaug Anna Ívarsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Bændur í Klifshaga eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Stefán og Guðlaug hafa stundað búskap í Klifshaga síðan 1990. Íbúðarhús Klifshaga I og II standa nálægt hvort öðru á lítilli brekkubrún sem hallar móti suðri. Þar neðan við er votlendur, tiltölulega mjór dalur, sennilega myndaður af vatnsrennsli fyrri alda. Sunnan dalsins hækkar landið lítillega og hafa þar verið ræktuð allstór tún. Landi Klifshaga hefur verið skipt þannig…

9075

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hafrafellstunga Öxarfirði. Ábúendur: Karl S Björnsson, Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Bændur í Hafrafellstungu eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Karl og fjölskylda hans hafa stundað búskap í Hafrafellstungu frá 1963 og þau Bjarki og Eyrún eru búin að taka við búinu. Hús jarðarinnar standa við litla bergvatnsá, Tunguá, sem fellur í Smjörhólsá. Þær sameinast Gilsbakkaá og heita eftir það Brunná. Allar þessar ár mynda tungu sem líklegt…

9071

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Valþjófsstaðir 1. Núpasveit Ábúendur: Björn Halldórsson og Elisabet Hauge. Bændur á Valþjófsstöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Björn og Elisabet hafa stundað búskap á Valþjófsstöðum síðan 1978. Valþjófsstaðir I og Valþjófstaðir II hafa verið sameinaðir í eina jörð, Valþjófstaði I, með þrjá fjórðu af landi Valþjófsstaða. Valþjófsstaðir III og Vin með fjórðung. Land óskipt. Suðaustur og upp af bæjunum rís Valþjófsstaðafjall, allmikið um sig með hlíðar víðast vel grónar en gróðurlítið hið efra. Austan fjallsins eru vel grónir móar og grasi grónar dokkir. Ræktunarland er nægilegt nærri bæjum enda búið að rækta þar stór tún. „Þýfi“ heitir mýrlendi allmikið…

9064

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Bjarnastaðir Öxarfirði. Ábúendur: Elín Maríusdóttir og Halldór Svanur Olgeirsson. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Bjarnastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Halldór og Elín hafa stundað búskap á Bjarnastöðum síðan 1981. Í norðaustri frá Austaralandi við litla bergvatnsá standa Bjarnastaðir. Tiltölulega lágir, kjarri vaxnir ásar mynda dalverpi það sem bærinn stendur í og er útsýni fremur takmarkað. Á tímabili herjaði sandfok frá Hólssandi mjög á land jarðarinnar en með girðingu, friðun og áburðargjöf tókst að hefta frekara sandfok og græða mikið upp af því sem…

9056

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Syðra-Áland  Þistilfirði Ábúendur: Ólafur B Vigfússon og Karen Konráðsdóttir. Bændur á Syðr-Álandi eru þáttakendur í : Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ólafur og Karen hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1997. Syðra-Áland var áður kallað FremraÁland. Af þjóðvegi norðan í Skógarási liggur vegur að Syðra-Álandi, ca. 4 km. Íbúðarhúsið stendur á allháum mel og peningshúsin spölkorn norðar, 600-700 m frá Hölkná. Út og suður frá bænum skiptast á melkollar, mólendi og mýrarsund. Til vesturs, nær óslitið að Sandá, eru víðáttumiklir, þurrir viðarmóar, vel grónir. Þar er besta vetrarbeit í landareigninni og beitarhús voru þar áður fyrr við Húsadal. Þar er einnig gott berja- og grasaland. Skammt vestan við bæinn…

9052

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hvammur 2. Þistilfirði Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson og Ásgerður Sigurðardóttir Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur í Hvammi 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sigurður og fjölskylda hafa stundað búskap í Hvammi síðan 1976. Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti…

9050

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hófatak Gunnarsstöðum Þistifirði. Ábúendur: Fjóla Runólfsdóttir og Jóhannes Sigfússon. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið  2017. Fjóla og Jóhannes eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt.. Austasta jörðin sem á land að sjó í hreppnum er Gunnarsstaðir, vestan megin við botn Lónafjarðar. Um það bil 1 km austan við þjóðveginn sunnan við Garðá þar sem hún rennur í dálitlu gili,er mikil húsaþyrping, fjögur íbúðarhús ásamt útihúsum. Stutt er til sjávar og niður að Hafralónsárósi. Norðan við Garðá eru einnig peningshús og víðlend tún út með sjónum, framræst mýrlendi.…

9049

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Flaga Þistilfirði. Ábúendur: Ómar Vilberg Reynisson og Daníel Hansen. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015. Bændur í Flögu eru þáttakendur í : Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bærinn stendur við þjóðveginn, um það bil 200-300 m vestan við Sandá, ásamt útihúsum. Flaga á land austan megin á Svalbarðstungu frá sjó inn í Fossárgljúfur um 5 km leið frá Sandárbrú. Landspilda þessi er frekar mjó. Vestur af bænum er hallalítið mýrlendi eða flóar, suður með Sandá eru vel grónar ásabungur, gott beitiland. Þar voru áður beitarhús á svonefndum Beitarhúsaás. Norðanvert við ásinn er nýrækt. Fjörubeit allgóð og fjárborg við Sandárós. Akfært er að sjónum…

9044

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Syðri-Brekkur 2 Ábúendur:Kristín Kristjánsdóttir og Ulfar Þórðarson og Þórður Úlfarsson Bændur á Syðri-Brekkum 2 eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bændur græða landið Kristín og Úlfar hafa búið á Syðri-Brekkum frá árinu 1972. Þórður sonur þeirra Kristínar og Úlfars hefur nú keypt jörðina og mun hann taka formlega við búinu næstu áramót. Syðri- Brekkur II standa sunnar en Syðri- Brekkur I og er land býlisins syðri hluti gömlu Syðri-Brekkna ofan vegar. Eiga jarðirnar land undir fjalli til helminga. Afrétt ofan fjalls á Brekknaheiði, sem er mjög gott og víðáttumikið sumarbeitiland, er óskipt. Þá eru hlunnindi, s.s. veiðiréttur og reki, sameiginleg fyrir bæði býlin. Fiská rennur…

9041

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Syðri-Brekkur 1 Langanesi. Ábúendur: Kristján Indriðason. Kristján er þáttakandi í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Kristján hefur stundað búskap á Syðri-Brekkum síðan 1992. Á innanverðu Langanesi, frá því skammt innar en Þórshöfn og langt inn í heiði ligggur Brekknafjall, að vestan allbratt og víða klettótt en annars nokkuð gróið enda ekki ýkja hátt. Töðugresislautir og bollar eru þar víða og mjög skjólgott. Undir þessu fjalli miðju, u.þ.b. sjö kílómetrum frá kauptúninu Þórshöfn, stendur jörðin Syðri- Brekkur. Jörðinni var skipt í tvö býli Syðri- Brekkur I og Syðri-Brekkur II, árið 1972. Landlýsing fyrir bæði býlin er þó hin sama. Bæði sunnan og norðan við bæina er allt frá fjallsrótum slétt mýrlendi,…

9031

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Kollavík Þistilfirði Ábúendur: Jakobína Björg Ketilsdóttir og Hreinn Geirsson. Bændur í Kollavík eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Hreinn og Jakobína hafa stundað búskap í Kollavík síðan 1988. Kolli nam land í Kollavík. Bærinn stendur sunnan undir allhárri hlíð Lokans, vestan við Kollavíkurvatn sem fljótt á litið virðist vík eða fjarðarbotn. En milli vatns og sjávar er lágur malarkambur. Þjóðvegur liggur meðfram túni, stutt frá bænum. Við túnfótinn er sléttur og flatur flói niður að leirum við vatnið. Fyrir allmörgum árum var veitt vatni yfir flóann og fékkst þannig vélfært engi. Náði þetta að græða nokkuð upp af leirunum. Austur með Kollavíkurvatninu að norðan eru…

9030

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Laxárdalur Þistilfirði. Ábúendur: Eggert Stefánsson og Hjördís Matthilde Hendriksen. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015. Bændur í Laxárdal eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Jörðin Laxárdalur er ítakalaus frá sjó til Heljardalsfjalla, um það bil 45 km loftlína, og að jafnaði nálægt 3 km á breidd. Á annan veg (vestan) er Hölkná landamerki að mestu en á hinn veginn Laxá, svo langt sem hún nær. Innan við það eru landamerki nánast vatnaskil Hölknár og Hafralónsár. Bærinn stendur í hólóttum, grunnum dal, um það…

9019

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Skeggjastaðir Langanesströnd. Ábúendur: Brynhildur Óladóttir. Brynhildur er þáttakandi í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ

9311

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Sandfellshagi 2 Öxarfirði. Ábúendur: Gunnar Björnsson og Anna Englund. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið  2015. Bændur í Sandfellshaga 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Gunnar og Anna hafa stundað búskap á Sandfellshaga 2 síðan 2004 en Gunnar síðan 1991. Um afstöðu og umhverfi Sandfellshaga II er alveg það sama að segja og sagt er um Sandfellshaga I. Land jarðanna er óskipt en ábúendur hafa girt hvor sinn hluta heimalandsins og ræktað þær girðingar með áburðargjöf til verulegra…

32080

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Gilsbakki Öxarfirði  Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte. Bændur á Gilsbakka eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Hafsteinn og Ann-Charlotte hafa stundað búskap á Gilsbakka síðan 2012. Gilsbakki er gamalt býli, sem stendur á norðurbakka Gilsbakkaár í norður af Hafrafelli. Við síðustu uppbyggingu á jörðinni, um 1960, voru hús flutt nokkurn spöl upp með ánni en þá hafði ekki verið setið á jörðinni um tíu ára skeið. Allt umhverfi bæjarins er hlýlegt en jafnframt stórbrotið  ekki hvað síst í vorleysingum þegar Gilsbakkaáin flytur leysingavatn frá stórum svæðum afréttarinnar. Farvegur hennar er víða mjög þröngur og getur yfirborð vatnsins hækkað á örskömmum tíma svo metrum skipti.…

9316

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Hagaland Þistilfirði. Ábúendur: Gunnar Þóroddsson og Hike. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur í Hagalandi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Árið 1942 byggðu þau Einar Kristjánsson og k.h. Guðrún Kristjánsdóttir nýbýli norðan við túnið á Hermundarfelli úr óskiptu landi, helmingi jarðarinnar. Landareignin liggur að Tunguá, suður að Einarsskarði, kringum Hermundarfellið, um Högnadal, að Frakkagilsá. Suðvestur af fjallinu er eyðibýlið Hermundarfellssel og fylgir jörðinni. Bærinn stendur á sléttu landi ásamt útihúsum, mjög nærri fjallinu. Mýrlendið utan og sunnan við gamla túnið, grasgefið og…

9009

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Borgir  Þistilfirði Ábúendur: Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Valgerður Sigurðardóttir. Bændur í Borgum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Eiríkur og Vigdís hafa stundað búskap í Borgum síðan 1974. Bærinn stendur við rætur Viðarfjalls að norðan nærri vatninu gegnt Kollavík og peningshús á gilbarmi suðaustur frá bænum. Niður hlíðarhjalla ofan við túnið fellur dálítill lækur sem var virkjaður 1945. Er hann nefndur Baldur. Uppi á fjallinu var byggð örbylgjustöð árið 1977, skömmu áður kom ríkisrafmagn og rafstöðin lögð niður. Mun örbylgjustöðin vera mesta hnútstöð Landssímans. Um svipað leyti var lagður vegur á Viðarfjalli. Fer ferðafólk þennan krók til að njóta útsýnis af fjallinu sem er 410 m…

9005

| Upprunamerkingar | Engar athugasemdir
Sauðanes Langanesi. Ábúendur: Ágúst Marinó Ágústsson og Steinunn Anna Halldórsdóttir. Á lista RML 2019 .yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Sauðanes bændur  eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sauðanes er mjög landmikil jörð og var fyrrum talin eiga margar hjáleigur og land, austur til fjalla að sýslumörkum og suður til Hallgilsstaða. Bærinn er 7 km norðar en Þórshöfn og stendur á holti norður af Sauðaneshálsi. Vestur af bænum er allmikil nýrækt á framræstu landi, sem hallar að Gunnlaugsá og Bæjarvatni, en úr því fellur Litliós, vestan við gamla flugvöllinn. Vestur með sjónum er Borgarvík og Borgartún.…