Skip to main content

Sælir bændur.

Innleggjendafundur verður í Fjallalambi sunnudaginn 18.ágúst kl: 19.
Góð mæting hefur verið á þessa fundi hingað til og vonum við að svo verði áfram.
Nú erum við að skipulegga komandi sláturtíð sem hefst þann 12. september og því afar mikilvægt að sjónarmið ykkar/okkar komi framm í því ferli.

Við munum meðal annars fara yfir og kynna afurðaverð til bænda, fyrirkomulag sláturtíðar, birgðastöðu,söluhorfur, Kínamarkað og fleira.
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja Víkingur