Skip to main content

Góð sala á Hólsfjallahangikjötinu

Eftir apríl 29, 2016Uncategorized @is

Sala á hangikjötinu okkar brást ekki vonum nú fyrir  jólin.

Þó nokkuð hefur borið á því að neytendur telji að Fjallahangikjötið ,sem meðal annars er selt í Bónus sé framleitt hjá okkur, en ég vil taka það fram hér að svo er ekki. Mjög mikilvægt er að neytendur horfi vel eftir framleiðendamerkingum ef það ætlar sér að kaupa kjöt frá ákveðnum framleiðenda.

Fjallalamb selur eingöngu Hangikjöt undir merkinu Hólsfjallahangikjöt.

Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

Kveðja Björn Víkingur Björnsson