Skip to main content

Nýjar rekjanlegar vörur komnar á markað.

Eftir Uncategorized @is

Nú eru komnar nýjar rekjanlegar vörur frá okkur út á markað. Þarna erum við að stíga enn eitt skrefið í rekjanleikanlegu vörulínunni okkar. Þetta eru eingöngu kælivörur og fást einungis í Nettó búðunum. Þetta eru nýjar merkingar ásamt nýjum umbúðum og að sjálfsögðu merkt framleiðanda. Læt hér fylgja myndir af nokkrum vörunum. Kveðja Björn Víkingur

Nánar

Nýjar pökkunarvélar komnar í gagnið.

Eftir Uncategorized @is

Ákveðið var á haustdögum að festa kaup á nýjum pökkunarvélum þar sem gömlu vélarnar eru farnar að gefa sig. Ákveðið var að fara annars vegar í skinpack vél og hins vegar í thermoforming vél. Þetta er stórt fjárfesting fyrir Fjallalamb og á eftir að þýða mikla hagræðingu við pökkun og ekki síst fallegri umbúðir. Læt hér inn nokkarar myndir af vörum pökkuðum í þessum vélum. Kveðja Björn víkingur

Nánar

Sláturfjáráætlun seinni umferðar breyting.

Eftir Uncategorized @is

Sælir bændur. Hér kemur breytt sláturfjáráætlun. Sjá betur hér. Við höfum ákveðið að slátra alla virka daga frá og með 7.október. Við ætluðum að slátra  föstudagana 11 og 17 október vegna flugáætlana fyrir útlendingana okkar en þeir þurfa að fara föstudaginn 25 október. Ég reikna með því að rolluslátrun hefjist þann 21.október. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná sem flestum lömbum áður en við byrjum á fullorðnum ám. Þannig að þeir bændur sem eiga eftir 40 lömb og yfir þurfa að vera tilbúnir að reka þau lömb inn þann 16.október. Eða vera með þau til taks því að…

Nánar

Innleggjendafundur.

Eftir Uncategorized @is

Sælir bændur. Innleggjendafundur verður í Fjallalambi sunnudaginn 18.ágúst kl: 19. Góð mæting hefur verið á þessa fundi hingað til og vonum við að svo verði áfram. Nú erum við að skipulegga komandi sláturtíð sem hefst þann 12. september og því afar mikilvægt að sjónarmið ykkar/okkar komi framm í því ferli. Við munum meðal annars fara yfir og kynna afurðaverð til bænda, fyrirkomulag sláturtíðar, birgðastöðu,söluhorfur, Kínamarkað og fleira. Vonast til að sjá ykkur sem flest. Kveðja Víkingur

Nánar

Upphaf sláturtíðar.

Eftir Uncategorized @is

Fjallalamb mun hefja sláturtíð fimmtudaginn 12 september. Fyrirkomulag sláturtíðar verður með hefðbundnum hætti. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sláturtíðar verður sett hér inn síðar. Kveðja Björn Víkingur

Nánar