Skip to main content
Flokkur

Upprunamerkingar

9083

Eftir Upprunamerkingar
Brekka Ábúendur: Dagbjartur Bogi Ingimundarson. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017. Bændur á Brekku eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Dagbjartur Bogi hefur stundað búskap á jörðinni frá 1982. Bærinn og aðrar byggingar standa á hæð við Brekkuhól, skammt sunnan Snartarstaða. Sunnan undir hæðinni er mýrlendi með starartjörn en þar sunnan við er Brekkuhamar, allmikil grjóthæð, sem nú er að gróa upp vegna mikillar natni ábúenda að fegra umhverfið og bæta. Austan og ofan bæjar er Kollufjall og þar…
Nánar

9082

Eftir Upprunamerkingar
Þverá Öxarfirði. Ábúendur: Benedikt Kristjánsson og Erla Ingólfsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Þverá eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Erla og Benedikt hafa stundað búskap á Þverá síðan 1982. Ekki langt austan þjóðvegar á suðurbrún Þverárdals standa hús jarðarinnar og þar suður af eru tún jarðarinnar samfelld. Eftir Þverárdalnum rennur lítil bergvatnsá. Við hana var byggð heimilisrafstöð til allra nota fyrir heimilið. Frá uppsprettu efst í Þverárdal er tekið neysluvatn með samveitu fleiri bæja.…
Nánar

9078

Eftir Upprunamerkingar
Valþjófsstaðir 3 Ábúendur: Eiríkur Björnsson Eiríkur er þáttakandi í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Eiríkur hefur stundað búskap á Valþjófsstöðum alla sína tíð. Skammt austur af Valþjófsstaðafjalli er dalverpi, sem nefnist Vesturdalur, eða Einarsstaðadalur í daglegu tali. Eru þar mýrar og grösugt valllendi en lynggrónar hlíðar í kring, gott beiti- og berjaland. Þarna á dalnum er gamalt eyðibýli sem heitir Kjarnagerði og suðvestur af Einarsstöðum er enn eitt eyðibýli er nefnist Fellshús. Þar á milli býlanna koma fram undan fjallinu lindir sem mynda Valþjófsstaðaá, sem frá 1930 hefur verið virkjuð, býlunum á Valþjófsstöðum til hagsbóta. Reka eiga Valþjófsstaðir frá Naustárfossi að Valþjófsstaðaá en Einarsstaðir frá ánni að landamerkjum við Presthóla. Víðsýnt…
Nánar

9077

Eftir Upprunamerkingar
Klifshagi Öxarfirði. Ábúendur: Stefán Pétursson og Guðlaug Anna Ívarsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Bændur í Klifshaga eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Stefán og Guðlaug hafa stundað búskap í Klifshaga síðan 1990. Íbúðarhús Klifshaga I og II standa nálægt hvort öðru á lítilli brekkubrún sem hallar móti suðri. Þar neðan við er votlendur, tiltölulega mjór dalur, sennilega myndaður af vatnsrennsli fyrri alda. Sunnan dalsins hækkar landið lítillega og hafa þar verið ræktuð allstór tún. Landi Klifshaga hefur verið skipt þannig…
Nánar

9075

Eftir Upprunamerkingar
Hafrafellstunga Öxarfirði. Ábúendur: Karl S Björnsson, Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Bændur í Hafrafellstungu eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Karl og fjölskylda hans hafa stundað búskap í Hafrafellstungu frá 1963 og þau Bjarki og Eyrún eru búin að taka við búinu. Hús jarðarinnar standa við litla bergvatnsá, Tunguá, sem fellur í Smjörhólsá. Þær sameinast Gilsbakkaá og heita eftir það Brunná. Allar þessar ár mynda tungu sem líklegt…
Nánar

9071

Eftir Upprunamerkingar
Valþjófsstaðir 1. Núpasveit Ábúendur: Björn Halldórsson og Elisabet Hauge. Bændur á Valþjófsstöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Björn og Elisabet hafa stundað búskap á Valþjófsstöðum síðan 1978. Valþjófsstaðir I og Valþjófstaðir II hafa verið sameinaðir í eina jörð, Valþjófstaði I, með þrjá fjórðu af landi Valþjófsstaða. Valþjófsstaðir III og Vin með fjórðung. Land óskipt. Suðaustur og upp af bæjunum rís Valþjófsstaðafjall, allmikið um sig með hlíðar víðast vel grónar en gróðurlítið hið efra. Austan fjallsins eru vel grónir móar og grasi grónar dokkir. Ræktunarland er nægilegt nærri bæjum enda búið að rækta þar stór tún. „Þýfi“ heitir mýrlendi allmikið…
Nánar

9064

Eftir Upprunamerkingar
Bjarnastaðir Öxarfirði. Ábúendur: Elín Maríusdóttir og Halldór Svanur Olgeirsson. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur á Bjarnastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Halldór og Elín hafa stundað búskap á Bjarnastöðum síðan 1981. Í norðaustri frá Austaralandi við litla bergvatnsá standa Bjarnastaðir. Tiltölulega lágir, kjarri vaxnir ásar mynda dalverpi það sem bærinn stendur í og er útsýni fremur takmarkað. Á tímabili herjaði sandfok frá Hólssandi mjög á land jarðarinnar en með girðingu, friðun og áburðargjöf tókst að hefta frekara sandfok og græða mikið upp af því sem…
Nánar

9056

Eftir Upprunamerkingar
Syðra-Áland  Þistilfirði Ábúendur: Ólafur B Vigfússon og Karen Konráðsdóttir. Bændur á Syðr-Álandi eru þáttakendur í : Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ólafur og Karen hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1997. Syðra-Áland var áður kallað FremraÁland. Af þjóðvegi norðan í Skógarási liggur vegur að Syðra-Álandi, ca. 4 km. Íbúðarhúsið stendur á allháum mel og peningshúsin spölkorn norðar, 600-700 m frá Hölkná. Út og suður frá bænum skiptast á melkollar, mólendi og mýrarsund. Til vesturs, nær óslitið að Sandá, eru víðáttumiklir, þurrir viðarmóar, vel grónir. Þar er besta vetrarbeit í landareigninni og beitarhús voru þar áður fyrr við Húsadal. Þar er einnig gott berja- og grasaland. Skammt vestan við bæinn…
Nánar

9052

Eftir Upprunamerkingar
Hvammur 2. Þistilfirði Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson og Ásgerður Sigurðardóttir Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Bændur í Hvammi 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sigurður og fjölskylda hafa stundað búskap í Hvammi síðan 1976. Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti…
Nánar

9050

Eftir Upprunamerkingar
Hófatak Gunnarsstöðum Þistifirði. Ábúendur: Fjóla Runólfsdóttir og Jóhannes Sigfússon. Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið  2017. Fjóla og Jóhannes eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt.. Austasta jörðin sem á land að sjó í hreppnum er Gunnarsstaðir, vestan megin við botn Lónafjarðar. Um það bil 1 km austan við þjóðveginn sunnan við Garðá þar sem hún rennur í dálitlu gili,er mikil húsaþyrping, fjögur íbúðarhús ásamt útihúsum. Stutt er til sjávar og niður að Hafralónsárósi. Norðan við Garðá eru einnig peningshús og víðlend tún út með sjónum, framræst mýrlendi.…
Nánar