Keldunes Kelduhverfi. Ábúendur: Bára Siguróladóttir. Bændur í Keldunesi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúendur hafa búið í Keldunesi síðan 1971. Keldunes II er nýbýli, stofnsett 1953 af Sigtryggi Jónssyni og k.h. Rakel Sigvaldadóttur. Þeir tvíburabræður, Sigtryggur og Karl Helgi, skiptu þá Keldunesi á milli sín en árið 1935 hafði bróðir þeirra, Jóhannes, byggt Framnes á 1⁄3 jarðarinnar. Um land og engjar er sama að segja og um Keldunes I enda öll nýting sameiginleg. Fyrrum átti Keldunes reka en hann komst í eigu Múlakirkju og var síðar seldur bóndanum í Arnanesi og fylgir nú þeirri jörð. Svo lengi sem menn muna hafa sumar uppspretturnar…
Nánar