Skip to main content
All Posts By

vikingur

Áætlun seinni umferðar.

Eftir Uncategorized @is
Sælir bændur. Hér er áætlun seinni umferðar. Endilega komið með athugasemdir eins fljótt og hægt er. Smellið hér til að opna áætlunina. Við ætlum að klára alla mögulega heila bíla á bæjunum í vikunni 9-13.október. Eftir þá helgi munum við reyna að smala saman á bæjum sem eiga eftir fleiri en 100 lömb. Þetta er gert til að ná sem flestum lömbum áður en rolluslátrun hefst. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar

Viðurkenningar á aðalfundi.

Eftir Uncategorized @is
Aðalfundur Fjallalambs var haldinn í Svalbarði þann 29.apríl s.l. Fjallalamb veitir árlega viðurkenningar fyrir annars vegar hæsta meðalverð innlagðra dilka og hins vegar mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára. Viðurkenningu fyrir mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára hlutu þau Benedikt Líndal Jóhannesson og Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir Brúarlandi. Björn Víkingur afhendir hér Benedikt viðurkenninguna. Viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð innlagðra dilka haustið 2016 hlutu þeir. Daniel Hansen og Ómar V Reynisson Fögu Þistilfirði. Soffía Björvinsdóttir  tekur hér við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra. Björn Víkingur afhendir hér Sigríði viðurkenninguna. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar