Syðri-Brekkur 1 Langanesi. Ábúendur: Kristján Indriðason. Kristján er þáttakandi í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Kristján hefur stundað búskap á Syðri-Brekkum síðan 1992. Á innanverðu Langanesi, frá því skammt innar en Þórshöfn og langt inn í heiði ligggur Brekknafjall, að vestan allbratt og víða klettótt en annars nokkuð gróið enda ekki ýkja hátt. Töðugresislautir og bollar eru þar víða og mjög skjólgott. Undir þessu fjalli miðju, u.þ.b. sjö kílómetrum frá kauptúninu Þórshöfn, stendur jörðin Syðri- Brekkur. Jörðinni var skipt í tvö býli Syðri- Brekkur I og Syðri-Brekkur II, árið 1972. Landlýsing fyrir bæði býlin er þó hin sama. Bæði sunnan og norðan við bæina er allt frá fjallsrótum slétt mýrlendi,...
Nánar