Leifsstaðir Öxarfirði.
Ábúendur: Stefán Leifur Rögnvaldsson og Hulda Hörn Karlsdóttir.
Stefán og Hulda eru þáttakendur í:
- Bændur græða landið.
- Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
- Þáttakandi í verkefnum Landabótasjóðs.
- Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2014.
Leifsstaðir er ungt býli, byggt í landi eyðijarða
er báru nöfnin Leifsstaðir og Lækjardalur,
af Rögnvaldi Stefánssyni frá Syðri-
Bakka og kona hans Kristveigu Friðgeirsdóttur
frá Gilsbakka. Íbúðarhúsið stendur á
lágri hæð vestan í skógi vöxnum hæðardrögum
og loka sýn að mestu til norðausturs.
Til annarra átta er útsýni mikið og
fagurt. Sérstæðast mun þó verða talið
umhverfi bæjarhúsa sem standa umlukt
skógi á alla vegu og þangað berst árniðurinn
frá Brunná sem rennur örstutt frá
bænum.
Afréttarlönd fylgja ekki jörðinni en
heimaland er ágætlega vel gróið og nýtist
vel fyrir sauðfé. Stutt er til næstu bæja, Gilsbakka
í suðri en Sandfellshaga og Klifshaga
í norðri og í þá átt liggur vegurinn frá
býlinu að þjóðvegi. Ræktunarland jarðarinnar
er ekki samfellt og nokkuð erfitt í
vinnslu sökum skógarkjarrs.
Raforkuþörf heimilis er eingöngu leyst
með heimilisrafstöð sem byggð var samtímis
íbúðarhúsi en hefur verið stækkuð og
endurnýjuð. Búið er að rækta upp stóran
hluta af melum í heimalandi Leifsstaða og
er meirihluti heimalandsins afgirtur.
Gróðursett hafa verið barrtré af og til
síðastliðin 25 ár.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ
English version
Enskurtexti kemurher…