Sveinungsvík Þistilfirði
Ábúendur: Árni Gunnarsson
Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána
Sveinungsvíkurbændur eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Árni tók við búi af foreldrum sínum árið 2013.
Hrútur frá Árna fékk viðurkenninguna „Besti ærfaðirinn“ fyrir árið 2015. Sjá umfjöllun hér í bændablaðinu bls. 16.
Sveinungur nam land í Sveinungsvík. Bærinn stendur á vesturbakka Sveinungsvíkurár,
ásamt útihúsum, örstutt fá sjónum. Takmarkað lágt og flatt land er inn af
víkinni. Næst sjónum er sendið og þurrt valllendi. Allhátt land er í sjó fram beggja
megin víkurinnar, að vestan Súlur en að austan Landsendi. Stutt sunnan við bæinn
er Bæjarfjall. Sveinungsvík á víðáttumikið og gott
sauðland, allt austan fjallgarðs suður um Bláskriðu austur um Deildarvatn, norðan
Sauðár, auk þess fjörubeit.
Beitarhús voru áður norðan við Álftatjörn, sjávarborg við Rakkanesfjall, og síðar
á Rakkanesi. Hlunnindi eru af trjáreka og silungur er í Deildarvatni og Sveinungsvíkurá
og áður voru nytjar af kópaveiði og fugli við Súlur og Landsenda.
Við jarðamat 1861 er jörðin hátt metin, ein af fjórum hæstu í hreppnum.
Árið 1920 er reist rafstöð, hin fyrsta í sýslunni. 1987 var byggð ný rafstöð, sem framleiðir
20-25 kw. Stórviðarsög keyptu ábúendur 1997 frá Kanada og saga rekavið í
borðvið, planka og aðra sérsögun.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ