Hóli og Höfði við Raufarhöfn.
Ábúendur: Nanna Steina Höskuldsdóttir og Steinþór Friðriksson.
Bændur á Hóli og Höfða eru þáttakendur í:
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Nanna og Steinþór hófu búskap árið 2015 en foreldrar Nönnu bjuggu á jörðinni.
Höfði er 1⁄3 hinnar fornu Hólsjarðar, sá partur er fékk nafnið Hóll II við jarðaskiptin
1922.
Hjónin Árni Pálsson og Friðný E. Þórarinsdóttir, sem búið höfðu á Hóli II frá
1927, reistu sér nýtt íbúðarhús 1950 og nefndu bæ sinn Höfða. Það nafn fengu þau
einnig lögfest á jörðinni. Beitar- og ræktunarland Hólsjarða er
óskipt, en reka og öðrum hlunnindum er skipt eftir stærð.
Árið 1964 kaupir Þorsteinn Steingrímsson, f. 8. mars 1912 á Hóli, jörðina og frá því
var húsið leigt eða lánað ýmsum án jarðarafnota.
Árið 1975 urðu núverandi ábúendur húsráðendur og reka félagsbúskap með ábúendum
á Hóli. Í félagsbúskapnum eru nytjaðar saman jarðirnar Hóll, Höfði og Grasgeiri
en síðasttalda jörðin er eign ábúenda á Höfða.
Í landi jarðanna hefur verið reist veiðihús í eigu Veiðifélags Ormarsár, 120 m2, timbur,
á steyptum grunni og einnig fengu hjónin Guðjón Bjarnason, f. 10. nóv. 1940, og
Gunnur Jónasdóttir, f. 2. júlí 1946, að reisa þar sumarhús.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ