Svalbarð Þistilfirði
Ábúendur: Einar Þorláksson og Aldís Gunnarsdóttir.
Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsuárið 2019.
Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána
Bændur á Svalbarði eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Einar or Aldís hafa búið á Svalbarði frá árinu 2001.
Bærinn Svalbarð stendur austan Svalbarðsár um það bil 2 km frá sjó. Áin bugðast
um valllendisnes framhjá bænum. Kirkja hefur verið á Svalbarði frá því á 13.
öld svo vitað sé. Kirkjan stendur austanvert við bæjarhlaðið, byggð úr timbri árið 1848.
Svalbarð var presstsetur fram til 1928 og þingstaður hreppsins. Bréfhirðing var á
Svalbarði frá því nokkru fyrir aldamót fram til 1980.
Landareignin afmarkast af Svalbarðsá að vestan. Að austan er Flöguland frá Hjálmarsnestá,
bugðótt lína að Sandárfossi, þaðan sunnanvert á Svartás og síðan með
krókum í Svalbarðsá á móti Merkilækjarósi. Landið er nánast allt gróið, mest mýrar,
ásar og lyngmóar. Hlunnindi eru af veiði í Svalbarðsá og
trjáreka á fjörum. Fjárborg sem rúmar 400 fjár stendur í
Hjálmarsvík og er fullorðið fé haft þar framan af vetri.
Svalbarð er ættaróðal.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ