Ytra-Áland Þistilfirði.
Ábúendur: Ragnar Skúlason og Úlfhildur Ída Helgadóttir.
Bændur á Ytra-Álandi eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Núverandi ábúendur hafa rekið búskap á Ytra-Álandi síðan 2010.
Bærinn stendur norðvestan í Bæjarási eða Álandsási. Hann er tæplega 100 m á
hæð. Þar er mjög víðsýnt. Norður frá ásnum er klettahryggur til sjávar. Þar heitir
Kálfsnes. Dregur það úr afli úthafsöldunnar og veitir hlé í víkum beggja megin, eftir
því hvaðan blæs. Nær sjónum og vestar eru peningshús og tún, sem ná allt vestur að
Sandá. Suðvestur frá bænum er búið að ræsa fram stórt svæði í sléttum flóa og
rækta. Jörðin á land milli Sandár og Hölknár, suður um Ytri-Hæðaþúfu að vestan og
fram undir Syðri-Gljúfur að austan, auk þess eyðibýlið Hafursstaði. Talin ágæt
sauðjörð, jarðsælt og góð fjörubeit. Áður voru beitarhús við Bjarnadal og fjárborg í
Austurkrók. Trjáreki milli árósa og veiðiréttur í Sandá og Hölkná.
Á Ytra-Álandi er stundaður sauðfjárbúskapur og rekstur ferðaþjónustu hófst
1992.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ