Skip to main content

Hallgilsstaðir Langanesi.

Ábúendur: Maríus Snær Halldórsson og Lára Sigurðardóttir.

Bændur á Hallgilsstöðum eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Maríus og Lára hófu búskap á Hallgilsstöðum 2014.
Bærinn stendur á nesi er verður við Hafralónsá þar sem hún myndar sveig til
vesturs nær því í hálfhring, u.þ.b. fjóra kílómetra frá útfalli sínu í Lónafjörð. Nesið
er þurrlent þar sem bæjarhús standa en út og austur af bænum eru mýrar, í fyrstu
samfelldar en síðar er nær dregur fjalli með ásum og melhólum í bland. Mýrlendið
næst bænum hefur verið ræst fram og unnið til túns. Eins og víða þar sem mýri er
nærri opnu hafi þá eru mýrar á Hallgilsstöðum erfiðar til framræslu og hætt við
kali þegar svellalög gerir en frjósamar eru þær og uppskerumiklar þegar vel viðrar.
Hallgilsstaðir er fornt býli þó ekki séu um það sagnir í landnámssögum. Jörðin er
víðlend bæði að heimalöndum, engjum og heiðum.
Snemma á þessari öld var jörðinni skipt í tvö býli sem bæði halda Hallgilsstaðanafninumaríus
en einkennd með rómverskum tölum, I og II. Áður en formleg skipting
jarðarinnar var gerð var þó löngum tvíbýli og mannmargt á Hallgilsstöðum.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message