Urðir ehf. Sandfellshagi 1 Öxarfirði.
Ábúendur: Sigþór Þóarinsson, Kristín Gunnarsdóttir og Rúnar Þórarinsson.
Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019.
Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána.
Bændur í Sandfellshaga 1 eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Núverandi ábúendur í Sandfellshaga 1 hafa stundað búskap þar síðan 2006.
Svo að segja við rætur Sandfellsins standa bæjarhús beggja jarðanna, Sandfellshaga I
og II, og nokkur hluti útihúsa er þar baka til. Um túnið sunnan bæjar rennur lítil
bergvatnsá er sprettur upp við fjallið að vestanverðu. Frá henni kemur sjálfrennandi
vatn til heimilisnota.
Útsýni er mikið í Sandfellshaga til allra átta nema austurs en þar lokar Sandfellið,
Þverárhyrnan og ört hækkandi ásar á milli þeirra allri sýn til fjarlægari staða. Afréttarland
Sandfellshaga er afar víðáttumikið og gott sumarland fyrir sauðfé. Bæirnir standa
svo að segja í jaðri landareignarinnar og takmarkar það nokkuð ræktunarmöguleika
hið næsta bænum, umfram það sem þegar er búið að rækta.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ