Skip to main content

Ærlækjarsel Öxarfirði.

Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir.

Bændur í Ærlækjarseli eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Bæð Eyrún og Bernharð hafa stundað búskap í Ærlækjarseli síðan árið 2000.
Býlið er reist sem nýbýli 1954 af Grími Birni Jónssyni, f. 25. ágúst 1925 í Ærlæjarseli,
og konu hans, Erlu Bernharðsdóttur, f. 25. ágúst 1931 á Hjalteyri, á hluta af landi
Ærlækjarsels og eyðibýlinu Hróastöðum en lönd þeirra jarða lágu saman. Bæjarhús
standa nokkrum metrum sunnar en íbúðarhús Ærlækjarsels 1 en gripahús norður af
íbúðarhúsunum, að mestu sambyggð og sameign beggja jarðanna enda rekinn
félagsbúskapur frá upphafi. Hús og land Ærlækjarselsjarða urðu fyrir
miklum skemmdum í jarðskjálftunum miklu sem gengu hér yfir vesturhluta
Norður-Þingeyjarsýslu um áramótin 1975- 1976. Þó verður að segjast að margan hefur
undrað hversu húsin stóðust vel öll þau ósköp sem á gengu. Fyrir utan Kópasker
urðu Sandsbæir verst úti í þessum jarðskjálftum og þeir bæir í Kelduhverfi semeyrun og benni
voru í línunni áleiðis til Mývatns.
Miklir örðugleikar voru með neysluvatn í Ærlækjarseli en úr því hefur verið bætt
með vatnslögn í félagi við fleiri svo nú er þar sjálfrennandi lindarvatn í öllum húsum
og telst þar góð mannvirkjagerð á jörðinni

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message