Skip to main content

Valþjófsstaðir 3

Ábúendur: Eiríkur Björnsson

Eiríkur er þáttakandi í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Eiríkur hefur stundað búskap á Valþjófsstöðum alla sína tíð.
Skammt austur af Valþjófsstaðafjalli er dalverpi, sem nefnist Vesturdalur, eða
Einarsstaðadalur í daglegu tali. Eru þar mýrar og grösugt valllendi en lynggrónar
hlíðar í kring, gott beiti- og berjaland. Þarna á dalnum er gamalt eyðibýli sem
heitir Kjarnagerði og suðvestur af Einarsstöðum er enn eitt eyðibýli er nefnist
Fellshús. Þar á milli býlanna koma fram undan fjallinu lindir sem mynda Valþjófsstaðaá,
sem frá 1930 hefur verið virkjuð, býlunum á Valþjófsstöðum til hagsbóta.
Reka eiga Valþjófsstaðir frá Naustárfossi að Valþjófsstaðaá en Einarsstaðir frá ánni
að landamerkjum við Presthóla. Víðsýnt er af Valþjófsstaðafjalli til allra átta og sér þaðan
til allra bæja í sveitinni.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message