Skip to main content

Hafrafellstunga Öxarfirði.

Ábúendur: Karl S Björnsson, Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána.

Bændur í Hafrafellstungu eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Karl og fjölskylda hans hafa stundað búskap í Hafrafellstungu frá 1963 og þau Bjarki og Eyrún eru búin að taka við búinu.
Hús jarðarinnar standa við litla bergvatnsá, Tunguá, sem fellur í Smjörhólsá.
Þær sameinast Gilsbakkaá og heita eftir það Brunná. Allar þessar ár mynda tungu
sem líklegt er að bærinn dragi nafn sitt af. Jörðin er landnámsjörð. Á henni var hálfkirkja
mjög lengi. Það sanna best þau fjölmörgu ítök sem kirkjan átti og jörðinni
fylgdu en eru nú öll undan henni gengin. Land jarðarinnar er víðáttumikið og þar
eru afréttarlönd góð. Fyrr á öldum hefur hraun runnið frá gosstöðvum nyrst á
Hólssandi til norðurs vestan Hafrafellsins og er jarðvegur grunnur þar sem bærinn
stendur. Gjár og hraundrangar eru víða og gerir það ræktun túna erfiða.
Hafrafellið setur svip á umhverfi bæjarins og víðsýni er ekki mikið nema til norðvesturs.bjarki2
Þar sést vel til hafsins og Sandsbæja bæði austan og vestan Jökulsár.
Raforkuþörf heimilisins er leyst  með heimilisrafstöð.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message