Valþjófsstaðir 1. Núpasveit
Ábúendur: Björn Halldórsson og Elisabet Hauge.
Bændur á Valþjófsstöðum eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.
-
Skógræktarverkefni.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Björn og Elisabet hafa stundað búskap á Valþjófsstöðum síðan 1978.
Valþjófsstaðir I og Valþjófstaðir II hafa verið sameinaðir í eina jörð, Valþjófstaði I,
með þrjá fjórðu af landi Valþjófsstaða. Valþjófsstaðir III og Vin með fjórðung.
Land óskipt. Suðaustur og upp af bæjunum rís Valþjófsstaðafjall,
allmikið um sig með hlíðar víðast vel grónar en gróðurlítið hið efra.
Austan fjallsins eru vel grónir móar og grasi grónar dokkir. Ræktunarland er nægilegt
nærri bæjum enda búið að rækta þar stór tún. „Þýfi“ heitir mýrlendi allmikið austur
af bæjunum og nær allt að eyðibýlinu Einarsstöðum og var áður nýtt sem engjar
en nú sem beitiland. Mikið hefur verið gert af því að rækta upp mela í landinu á
undanförnum áratugum.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ