Hófatak Gunnarsstöðum Þistifirði.
Ábúendur: Fjóla Runólfsdóttir og Jóhannes Sigfússon.
Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána.
Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2017.
Fjóla og Jóhannes eru þáttakendur í:
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt..
Austasta jörðin sem á land að sjó í hreppnum er Gunnarsstaðir, vestan megin
við botn Lónafjarðar. Um það bil 1 km austan við þjóðveginn sunnan við Garðá
þar sem hún rennur í dálitlu gili,er mikil húsaþyrping, fjögur íbúðarhús ásamt útihúsum.
Stutt er til sjávar og niður að Hafralónsárósi. Norðan við Garðá eru
einnig peningshús og víðlend tún út með sjónum, framræst mýrlendi.
Suður með bænum er flatur flói, nú ræstur fram að nokkru og tekinn til ræktunar.
Laust eftir aldamótin lét Árni Davíðsson hlaða stíflugarða og veita vatni úr Garðá á
þetta stóra svæði. Reyndist það árvisst engi og heygott, nytjað fram um 1950. Norðan
við flóann er þurr, sendin landræma, Röndin, sem sífellt er að gróa upp og
breikka. Þar fyrir norðan er sléttur sandur út í flæðarmál. Á þessu svæði var áður
nokkurt kríuvarp. Sunnan og austan við flóann er allvíðáttumikið, heilgróið lyngmóasvæði,
Önundardalur. Grunnt mýrardrag skipir þessu svæði í Efri- og Neðrimóa.
Þar var áður þrautabeit, nú víðlend tún.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ