Skip to main content

Flaga Þistilfirði.

Ábúendur: Ómar Vilberg Reynisson og Daníel Hansen.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015.

Bændur í Flögu eru þáttakendur í :

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

FlagaBærinn stendur við þjóðveginn, um það bil 200-300 m vestan við Sandá, ásamt útihúsum.
Flaga á land austan megin á Svalbarðstungu frá sjó inn í Fossárgljúfur um 5
km leið frá Sandárbrú. Landspilda þessi er frekar mjó.
Vestur af bænum er hallalítið mýrlendi eða flóar, suður með Sandá eru vel grónar
ásabungur, gott beitiland. Þar voru áður beitarhús á svonefndum Beitarhúsaás.
Norðanvert við ásinn er nýrækt. Fjörubeit allgóð og fjárborg við Sandárós. Akfært er
að sjónum og hin síðari ár sóttur þangað sandur í múrhúðun.
Árið 1861 er Flaga talin hjáleiga frá Svalbarði. Til hlunninda telst veiðiréttur í
Sandá, nær allur vesturbakkinn og dálítill reki.
Um tíma á þessari öld var tvíbýli í Flögu (Flaga I og Flaga II). Nú er þar aftur einbýltflaga
og í ábúendatali er ekki greint á milli jarða.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message