Hagaland Þistilfirði.
Ábúendur: Gunnar Þóroddsson og Hike.
Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019.
Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða meira eftir ána
Bændur í Hagalandi eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Árið 1942 byggðu þau Einar Kristjánsson og k.h. Guðrún Kristjánsdóttir nýbýli norðan
við túnið á Hermundarfelli úr óskiptu landi, helmingi jarðarinnar.
Landareignin liggur að Tunguá, suður að Einarsskarði, kringum Hermundarfellið,
um Högnadal, að Frakkagilsá. Suðvestur af fjallinu er eyðibýlið Hermundarfellssel og
fylgir jörðinni. Bærinn stendur á sléttu landi ásamt útihúsum,
mjög nærri fjallinu. Mýrlendið utan og sunnan við gamla túnið, grasgefið
og frjótt land, hefur nú verið ræst fram og hafin þar ræktun. Allgott engi var inn með
fjallinu. Skjólsamt er í fjallinu, einkum sunnan við bæinn. Þar eru víða geðþekkar
berjabrekkur og hið fegurasta útsýni. Norður frá Hagalandi skammt sunnan við
Frakkagilsá eru nokkrir hólar, Búðahólar. Sunnan undir þeim í skjóli í þurrum mó
eru nokkrar fornar tættur, ca. 3×6-10 m innanmál. Gott vatn er þarna nærri og góðir
hestahagar, ágætur áningarstaður ef þingmenn eða aðrir ferðamenn hefðu
tjaldað hér og haft náttstað. Lögréttunes við Svalbarðsá er aðeins í ca. 1 km fjarlægð
frá þessum stað. Örnefni þessi, Búðahólar og Lögréttunes, gefa hugmyndum byr
undir vængi.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ