Skip to main content

Leirhöfn Melrakkasléttu.

Ábúendur: Jón Þór Guðmundsson og Hildur Jóhannesdóttir.

Bændur í Leirhöfn eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Við sauðfjárbúskap frá barnsaldri

leirhofn.framlLeirhöfn er landnámsjörð Hún er landstór og landgóð, einkum fyrir sauðfé. Þar
hefur verið rekið eitt af stærstu sauðfjárbúum á landi hér. Ræktunarskilyrði eru
mjög góð á þurru og grjótlitlu mólendi. Þar er nú búið að rækta stór og grasgefin tún.
Bændur af Austur-Sléttu fengu að rækta hér allstór tún og einnig Raufarhafnarbúar.22
Strandlengjan nær frá Bangsaþúfu upp í Mígindi í Snartarstaðanúp og þaðan liggur
land jarðarinnar austur um fjöll í Kambás og frá honum í Merkjaþúfu á Kjalarási og
þaðan um Litlu-Geflu í Bangsaþúfu. Leirhafnarfjöll eru að mestu í Leirhafnarlandi,
víða vel gróin í brekkum en ber hið efra. Fjörubeit þótti ágæt og trjáreki talsverður.
Kópaveiði var áður fyrr góð búbót við Núpinn. Dálítið æðarvarp er í tilbúnum
hólma í vatninu. Í Leirhöfn var fyrst gerð
sáðslétta hér um slóðir. Það gerði jarðræktarfrömuðurinn Helgi Kristjánsson í Leirhöfn
og einnig rak hann þar iðnað, Húfugerðina í Leirhöfn. Í Leirhafnarvík er góð
höfn og fyrir löngu löggilt. Mörgum þykir fagurt vera í Leirhöfn. Brekkur og hús
spegla sig í blælygnu vatninu og mikil er víðsýnin til strandar handan flóans.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message