Núpur Öxarfirði.
Ábúendur: Jón Ingimundarson og Björg Guðmundsdóttir.
Bændur á Núpi eru þáttakendur í:
-
Bændur græða landið.
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
Jón og Björg hafa stundað búskap á Núpi síðan 1976.
Býlið Núpur stendur austan þjóðvegar við sunnanverðan Öxarnúpinn. Vestan
vegarins rennur Brunnáin og breiðir þar nokkuð úr sér á sandeyrum. Hús jarðarinnar
standa í aflíðandi halla og er stutt að snarbrattri brekku Núpsins. Undirlendið
milli Brunnár og Öxarnúpsins er tiltölulega mjótt. Á þessu landi var mikið heyjað fyrr á
árum en er nú nýtt til beitar fyrir sauðfé og hross. Í suður frá bænum tekur fljótlega við
mólendi sem er ákjósanlegt til túnræktar. Útsýni er mikið frá Núpi til suðvesturs og
einnig til hafsins austan Tjörness. Hlunnindi hafa verið talin jörðinni til
ágætis, svo sem trjáreki og silungsveiði, en svo sem víðar hefur hvort tveggja gengið úr
sér. Þrátt fyrir það mun Núpur verða talin ein af betri jörðum sveitarinnar. Því ráða að
verulegu leyti landgæðin á Núpsmýrinni og það hversu auðveld skepnuhirðing er
þar bæði haust og vor.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ