Skip to main content

Brekka

Ábúendur: Dagbjartur Bogi Ingimundarson.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017.

Bændur á Brekku eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Skógræktarverkefni.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Dagbjartur Bogi hefur stundað búskap á jörðinni frá 1982.
Bærinn og aðrar byggingar standa á hæð við Brekkuhól, skammt sunnan Snartarstaða.
Sunnan undir hæðinni er mýrlendi með starartjörn en þar sunnan við er
Brekkuhamar, allmikil grjóthæð, sem nú er að gróa upp vegna mikillar natni ábúenda
að fegra umhverfið og bæta. Austan og ofan bæjar er Kollufjall og þar austan við tekur
við Rauðhólahraun, allvel gróið og gott beitiland. Milli hrauns og bæjar er svo
ræktunarlandið og blasa þar við stór tún. Ræktunarlandið liggur upp með Kollufjalli
og er þar enn hægt að rækta mikið. Sunnan Hamars rennur Klapparós til sjávar.
Á Brekku ólust upp hinir kunnu Brekkubræður er bjuggu þar með móður sinni
eftir lát föðursins, sem andaðist á besta aldri. Hefur sama ættin setið á Brekkubrekka 3
síðan um 1850 og hefur þar löngum verið búið vel. Vítt og mikið útsýni er frá
Brekkuhól til allra átta.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message