Skip to main content

Sauðanes Langanesi.

Ábúendur: Ágúst Marinó Ágústsson og Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Á lista RML 2019 .yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Sauðanes bændur  eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Sauðanes er mjög landmikil jörð og var fyrrum talin eiga margar hjáleigur og land,
austur til fjalla að sýslumörkum og suður til Hallgilsstaða.
Bærinn er 7 km norðar en Þórshöfn og stendur á holti norður af Sauðaneshálsi.
Vestur af bænum er allmikil nýrækt á framræstu landi, sem hallar að Gunnlaugsá og
Bæjarvatni, en úr því fellur Litliós, vestan við gamla flugvöllinn. Vestur með sjónum
er Borgarvík og Borgartún. Voru þar fyrrum fjárborgir og nú er risin þar borg. Vestar er
Litlanes og Grenjanes; þar var viti byggður 1942. Frá ströndinni að mörkum Syðra-
Lóns og að Sauðaneshálsi er víðáttumikið, afgirt mýra- og mólendi. Austur með sjónum
er lágur malarkambur, Sauðanesmalir; ofan við þær Sauðaneslón. Þar eru varphólmar.
Silungur gengur upp Sauðanesós í lónin. Við lónin er véltækt flæðiengi en fjær
deiglendar mýrar og lyngholt, austast Grenjamór, þá Kúaflaga og Sauðanesháls,
allt kjörið fjárland. Hrossabeit er við lónin og á Litlanesi, jarðsælt, fjörubeit, rekigusti
góður, silungsveiði og fornfrægt æðarvarp. Kirkja er á Sauðanesi og um langan aldur
saudanes 5sátu þar prestar. Þótti Sauðanes með betri brauðum á landinu vegna landkosta og
hlunninda.

Hér getið þið farið inn á facebook síðu Sauðanes.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message