was successfully added to your cart.
All Posts By

vikingur

Gangnaseðlar

By | Óflokkað

Gangnaseðlar eru komnir frá Langanesbyggð og Öxarfirði. Gaman væri að fá frá öllum. Hér getið þið skoðað þá. Kveðja Björn Víkingur

Read More

Innleggjendafundur.

By | Óflokkað

Sælir bændur. Við höfum ákveðið að halda innleggjendafund hér í Fjallalambi 15.ágúst kl:20 Farið verður yfir birgðamál og söluhorfur. kveðja Björn Víkingur

Read More

Verð til bænda haustið 2018

By | Óflokkað

Búið er að gefa út afurðaverð til bænda fyrir haustið 2018. Verðskrána má nálgast hér. Verðskráin þýðir um 385 kr/kg  meðalverð. Verðskrá fyrir sláturkostnað og þjónustu kemur fljótlega Kveðja Björn Víkingur Björnsson

Read More

Sláturtíð haustið 2018.

By | Óflokkað

Ákveðið hefur verið að hefja sláturtíð miðvikudaginn 12.september n.k. Frekara fyrirkomulag sláturtíðar verður auglýst síðar. Kveðja Björn Víkingur

Read More

Viðurkenningar á aðalfundi

By | Óflokkað

Fjallalamb veitir tvenn verðlaun á aðalfundi ár hvert. Verðlaun fyrir hæsta meðalver haustið 2017 en þau verðlaun fékk Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku en meðalverðið var 6.828,8 kr á dilk. Verðlaun fyrir mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu 3ja ára fengu þau Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir Ærlækjarseli. Kveðja Björn Víkingur

Read More

Jóla og áramótakveðja.

By | Óflokkað

Óskum öllum viðskiptavinum okkar,nær og fjær, gleðilegra jóla og farsæls komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

Read More

Sláturtíð lokið.

By | Óflokkað

Sláturtíð haustið 2017 lokið. Kláruðum sláturtíð í haust föstudaginn 23.október.  Sláturtíð gekk með eindæmum vel. Meðalþungi lamba var nokkuð lægri en haustið 2016 eða 15,73 á móti 16,4 í fyrra. Fjöldi sláturfjár var um 29.900 sem er um 800 stk. meira  en 2016. Lömb voru almennt vel á sig komin en fitulítil fyrri hluta sláturtíðar. Það er svolítið undarlegt að þrátt fyrir þessa lækkun á meðalþunga þá er vöðvafyllingin meiri nú en 2016. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

Read More