Skip to main content

Svalbarð  Þistilfirði

Ábúendur: Einar Þorláksson og Aldís Gunnarsdóttir.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsuárið 2019.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Bændur á Svalbarði eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Einar or Aldís hafa búið á Svalbarði frá árinu 2001.
Bærinn Svalbarð stendur austan Svalbarðsár um það bil 2 km frá sjó. Áin bugðast
um valllendisnes framhjá bænum. Kirkja hefur verið á Svalbarði frá því á 13.
öld svo vitað sé. Kirkjan stendur austanvert við bæjarhlaðið, byggð úr timbri árið 1848.
Svalbarð var presstsetur fram til 1928 og þingstaður hreppsins. Bréfhirðing var á
Svalbarði frá því nokkru fyrir aldamót fram til 1980.
Landareignin afmarkast af Svalbarðsá að vestan. Að austan er Flöguland frá Hjálmarsnestá,
bugðótt lína að Sandárfossi, þaðan sunnanvert á Svartás og síðan með
krókum í Svalbarðsá á móti Merkilækjarósi. Landið er nánast allt gróið, mest mýrar,
ásar og lyngmóar. Hlunnindi eru af veiði í Svalbarðsá og
trjáreka á fjörum. Fjárborg sem rúmar 400 fjár stendur ísvalbarð
Hjálmarsvík og er fullorðið fé haft þar framan af vetri.
Svalbarð er ættaróðal.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message