Skip to main content

Ærlækur Öxarfirði.

Ábúendur: Sveinn Aðalsteinsson og Sif Jóhannesdóttir.

Þau  eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Skógræktarverkefni

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Ábúendur á Ærlæk hafa búið þar síðan 2017.
Ærlækur stendur austan þjóðvegar sem næst miðri sveit. Land jarðarinnar, sem
ekki er stórt en ákaflega vel gróið, er umgirt ám og lækjum og heitir Hólmur. Allt þetta
svæði er mishæðalítið mólendi með nokkru skógarkjarri. Hraun hefur runnið
um landið fyrr á öldum og sjást víða klettadrangar sem gróður hefur ekki náð að festa
rætur á. Einn þessara hraundranga heitir Goðasteinn og ætla má að hann hafi fengið
nafn sitt á landnámsöld enda er Ærlækur landnámsjörð. Þar var hálfkirkja og herma
sagnir að þar hafi Arnsteinn goði búið á 11. öld. Dranghólar heitir svæði í syðrihluta
Ærlækjarlands. Þar hefur verið skipulagt sumarhúsasvæði ásamt svæði í ÞrastalundiÆrlækur 3
neðan við Lundarskóla. Á þessar lóðir eru komin samtals 11 sumarhús enda henta
staðirnir mjög vel til þeirra hluta, skjólgóðir og friðsælir. Ærlækur var ein af góðjörðum
sveitarinnar og heldur því þrátt fyrir breytta búskaparhætti.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message