Skip to main content

Sandfellshagi 2 Öxarfirði.

Ábúendur: Gunnar Björnsson og Anna Englund.

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið  2015.

Bændur í Sandfellshaga 2 eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs.

  • Skógræktarverkefni.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Gunnar og Anna hafa stundað búskap á Sandfellshaga 2 síðan 2004 en Gunnar síðan 1991.
Um afstöðu og umhverfi Sandfellshaga II er alveg það sama að segja og sagt er um
Sandfellshaga I. Land jarðanna er óskipt en ábúendur hafa girt hvor sinn hluta heimalandsins
og ræktað þær girðingar með áburðargjöf til verulegra hagsbóta fyrir alla
umhirðu búfjár. Í Sandfellshaga hefur jafnan verið margt
heimilisfólk. Þar hafa búið barnmargar fjölskyldur frá því á öðrum tug þessararsand 2
aldar og hefur það á margan hátt sett svip sinn á félagslíf sveitarinnar.
Á þeim tíma sem póstleiðin lá yfir Öxarfjarðarheiði var gististaður póstanna venjulega
í Sandfellshaga. Með póstinum voru oft ferðamenn sem einnig þurftu á gistingu að
halda. Af þessum ferðamönnum vissu nágrannar og komu þá gjarnan til þess að fá
fréttir og blanda geði við fólk. Þess vegna varð Sandfellshagi á tímabili miðstöð frétta
og ákvarðanartöku um skemmtanir í sveitinni. Árið 2000 var reist rafstöð fyrir 75 kw. afl
af ábúendum Sandfellshaga II til heimilisnota fyrir Sandfellshaga II og Sandfellshaga.
Einnig er ábúendum Sandfellshaga I selt rafmagn frá stöðinni með sérstökum
samningi þar um.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message