Skip to main content

Holt Þistilfirði

Ábúendur: Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsluárið 2019

Bændur í Holti eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Skógræktarverkefni.

  • Gæaðastýrðri sauðfjárrækt.

Sigurður og Hildur hófu búskap í Holti  2008.
Árið 1913 byggðu þau Kristján Þórarinsson frá Laxárdal og kona hans, Ingiríður
Árnadóttir, frá Gunnarsstöðum, nýbýli í Gunnarsstaðalandi og nefndu Holt. Landið
sem býlið fékk í sinn hlut var Gunnarsstaðaásinn vestan megin af ásbrún að Laxá.
Einnig áttu þau 1/3 úr Laxárdal. Ásinn er um 100 m yfir sjó en landið vestan megin
dalsins verulega lægra. Í miðri áshlíðinni andspænis Laxárdal
efst í túninu standa bæjarhús á ísaldarmel 400-500 m frá Laxá og útihús nokkru nær
ánni. Túnið nær langt til að ánni og norður með henni á móts við Stekk.
Í áshlíðinni skiptist á mýrarhöll, móholt og mýrardrög. Melhryggur liggur þvert yfir
dalinn þar sem nú er þjóðvegur. Norðan vegarins að sjónum er smáþýft hrísmóasvæði,
150-200 ha. Er þar búið að rækta víðáttumikil tún frá Holti og Laxárdal.hildur2
Sunnan við veginn vestan megin við Laxá er lítið og grunnt stöðuvatn sem heitir
Hundsvatn. Er þar hólmi í vatninu gerður af manna höndum. Nokkrar æðar verptu í
hólmanum þar til minkurinn kom og gjöreyðilagði varpið.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message