Skip to main content

Hvammur 2. Þistilfirði

Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson og Ásgerður Sigurðardóttir

Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána

Bændur í Hvammi 2 eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Sigurður og fjölskylda hafa stundað búskap í Hvammi síðan 1976.
Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en
nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem
bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta
gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru
nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti
Tunguseli, sem kallast Kambar, flatt valllendi, hrísmóar og hálfdeigjur. Þar var talin
góð svarðartekja fyrr á árum. Vestur af bænum eru hallandi mýrar, móholt hér og
hvar og fjær ásahryggir. Landamerki liggja að Gunnarsstaðalandi
að norðan og vestan. Nú eiga Hvammsbændur land það sem áður fylgdi Hávarðsstöðum.
Hvammsel er einnig í landareigninni. Tvenn beitarhús voru í landareigninnihvammur3
við Hafralónsá, á móti Tunguseli og suðvestur í ásnum.
Allt óræktað land er óskipt milli jarðarhlutanna. Veiðiréttur í Hafralónsá. Hvammur
II og Hvammur III hafa verið sameinaðar og er jörðin nú 3⁄8 úr Hvammi.
Hvammur IV er 1⁄8 hluti úr Hvammi. Búið var með refi 1987-1990 og frá 1996-1998.
Enginn hefðbundinn búskapur er nú á þessu býli.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message