Skip to main content

Borgir  Þistilfirði

Ábúendur: Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Valgerður Sigurðardóttir.

Bændur í Borgum eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Eiríkur og Vigdís hafa stundað búskap í Borgum síðan 1974.

Bærinn stendur við rætur Viðarfjalls að norðan nærri vatninu gegnt Kollavík og
peningshús á gilbarmi suðaustur frá bænum. Niður hlíðarhjalla ofan við túnið fellur
dálítill lækur sem var virkjaður 1945. Er hann nefndur Baldur. Uppi á fjallinu varborgir
byggð örbylgjustöð árið 1977, skömmu áður kom ríkisrafmagn og rafstöðin lögð
niður. Mun örbylgjustöðin vera mesta hnútstöð Landssímans. Um svipað leyti var
lagður vegur á Viðarfjalli. Fer ferðafólk þennan krók til að njóta útsýnis af fjallinu
sem er 410 m hátt. Engi var við vatnið og meðfram Kollavíkurá
út frá túninu, sumt vélfært. Fjárborg var áður við sjóinn, skammt frá
vatninu. Suður af bænum, vestan við fjallið, er gróið dalverpi, Borgnadalur.
Borgir eiga land sunnan Kollavíkurár upp að Kjarnagilslæk, síðan austan hans að

borgir 5Fjallagarði. Að sunnan frá Ysta Forvaða í Lautinantsvörðu á Viðarfjalli, um Skeiðflatargil,
sunnan við Urriðatjörn og vestur í Fjallagarð.
Hlunnindi eru æðarvarp, silungsveiði í á og vatni og trjáreki.

Reist var heimarafstöð í Borgum í október 2001 og annar hún allri rafmagnsþörf í Borgum og Kollavík

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang / email (needed)

    Skilaboð/ Message