Sælir bændur.
Búið er að ákveða að hefja sláturtíð þann 11.september n.k.
Mögulega byrjum við með færra starfsfólk og slátrum færra á dag í um það bil 1-1,5 viku.
Við erum að skoða hvaða fjöldi hentar best en ekki ólíklegt að það sé um 460 lömb á dag. En við erum að skipuleggja þetta og þetta gæti breyst ef bændur vilja ekki nýta sér þessa daga.
Með þessu erum við að koma á móts við þá sem vilja slátra fyrr og lengjum sláturtíð en að sumra mati var hún of stutt síðasta haust.
Vonandi fáum við aukið sláturfé úr Vopnafirði,Jökuldal og Jökulsárhlíð.
Vil biðja bændur að senda inn sláturtölur sem fyrst svo við getum skipulagt okkur betur. Best að senda á fjallalamb@fjallalamb.is.
Kveðja Björn Víkingur