Sælir bændur.
Hér kemur breytt sláturfjáráætlun. Sjá betur hér.
Við höfum ákveðið að slátra alla virka daga frá og með 7.október.
Við ætluðum að slátra föstudagana 11 og 17 október vegna flugáætlana fyrir útlendingana okkar en þeir þurfa að fara föstudaginn 25 október.
Ég reikna með því að rolluslátrun hefjist þann 21.október. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná sem flestum lömbum áður en við byrjum á fullorðnum ám.
Þannig að þeir bændur sem eiga eftir 40 lömb og yfir þurfa að vera tilbúnir að reka þau lömb inn þann 16.október. Eða vera með þau til taks því að við þurfum að ná þeim í flestum tilfellum áður en við tökum ærnar. Bílstjórar verða í sambandi við ykkur í tíma og þá kemur þetta endanlega í ljós.
Ég vona að ég geti slátrað nánast eingöngu lömbum út vikuna 14-18 október.